Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 98
98
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
24. Sigurjón Jónsson, að heimili sinu í grend við Lundar,
Man. Fæddur í Hafnarfirði 28. nóv. 1859. Foreldrar:
Jón Jónsson og Þórunn Gunnarsdóttir, ættuð úr Kang-
árvallasýslu, af svonefndri Langholtsætt. Fluttist
vestur um haf ásamt konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur
frá Setbergi, árið 1886.
25. Ólöf Eiríksson, kona Eyjólfs Eiríksson í Selkirk, Man.,
á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, Man. Talin
fædd á Sléttu í Núpasveit í Þingeyjarsýslu 10. maí
1882. Foreldrar: Hallgrímur Jóhannesson og Karólína
Benjamínsdóttir á Valþjófsstöðum í Presthólasókn.
Fluttist til Vesturheims með fyrra manni sínum Birni
Indriðasyni Fnjóskdal vorið 1903.
29. Vigfús Hanson, að heimili sínu i grend við Garðar,
N. Dak., mjög við aldur.
30. Dr. Rögnvaldur Pétursson, forseti Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi, að heimili sínu í Winnipeg,
Man. Fæddur að Ríp í Hegranesi 14. ágúst 1877.
Foreldrar: Pétur Björnsson, Jónssonar málara, og Mar-
grét Björnsdóttir, Ólafssonar á' Auðólfsstað. Kom
vestur um haf með foreldrum sínum árið 1883 og ólst
upp í Hallson-bygðinni í N. Dak.
30. Sigríður Jóhanna Helga Einarsson, á heimili sínu að
Gimli, Man. Fædd í Selkirk, Man., 6. nóv. 1919. For-
eldrar: J. Sigbergur og Jóhanna Þórunn Einarsson.
31. Einar Einarsson, á heimili Kristínar Hannesson að
Gimli, Man., nærri 88 ára að aldri. Ættaður frá Galt-
arholti í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar: Einar Guð-
mundsson og Guðrún Jónsdóttir. Fluttist til Canada
árið 1881.
31. Halldór Halldórsson, um langt skeið tollgæslumaður
í þjónustu Bandaríkjastjórnar, að heimili sínu í Sher-
wood, N. Dak. Fæddur í Eyjafirði 15. apríl 1873, en
fluttist með foreldrum sínum (dóu bæði 1889) til
Garðar, N. Dak., árið 1882.
31. Amalía Jensen Lynge, í Portland, Oregon, ekkja S. A.
Lynge. Fædd á Akureyri 16. jan. 1856. Foreldrar:
Laurentz H. Jensen og kona hans, er lengi höfð-
greiðasölu á Akureyri. Mun hafa komið til Portland
um aldamótin.
FEBRÚAR 1940
5. Helga Ásmundsson frá Westbourne, Man., að heimili
dóttur sinnar í Coderre, Sask. Hún var ættuð úr
Norður-Múlasýslu, fædd 19. des. 1871. Maður hennar,
Páll Ásmundsson, lézt sumarið 1908 í Marshland, Man.