Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 22

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 22
22 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: ræðum og drengilegum og í snjöllum og hjartaheitum fagnaðarljóðum. Á fslandi var þessa langþráða og einstæða atburðar í sögu þjóðarinnar minnst með veglegum og fjölþættum hátíðahöldum um landið allt. Aðalhátíðin var haldin að Þingvöllum og í Reykjavík þ. 17 og 18. júní, að viðstödd- um geysimiklum mannfjölda á báðum stöðum, og er talið, að 25—30 þúsundir manna hafi verið saman komnir á Þingvöllum, þá er flest var. Blasti þar við sjónum ó Völlunum tjaldborg mikil, og var hún tilkomumikil til að sjá með svipmikið landslagið í baksýn. Þingvellir við Öxará, þessi fornhelgi þingstaður þjóð- arinnar, þar sem gerst hafa flestir örlagaríkustu atburð- irnir í sögu hennar og þar sem heyra má, eins og skáldið komst að orði, þúsund ár þjóðarinnar “sem þyt í laufi á sumarkveldi hljóðu”, urðu nú um stund, eins og áður öldum saman, höfuðstaður og hjartastaður íslenzks þjóðlífs. Þangað lögðu nú þúsundir fslendinga leið sína fagnandi huga, en hinir voru þó miklu fleiri, landar þeirra beggja megin hafsins, sem urðu að láta sér nægja að vera þar í anda á langdreymdri óskastund þjóðar sinnar. En hinn söguríka sigurdag 17. júní síðastliðinn rættust áreiðanlega orð skáldsins úr lofsöng hans til Fjallkonunnar Alþingis- hátíðarsumarið 1930: “Við Lögberg mætast hugir barna þinna.” Ljómi sögunnar sveipaði einnig daginn sjálfan, sem réttilega hafði verið til þess valinn að verða upprisudagur hins íslenzka lýðveldis, fæðingardagur Jóns Sigurðssonar forseta. Með þeim hætti vottaði þjóð hans honurn verðugt þakklæti fyrir forustuna ómetanlegu í sjálfstæðisbaráttu hennar og sýndi minningu hans tilhlýðilega virðingu. Lýðveldishátíðin hófst einnig með því að morgni hins 17. júní, að forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveinsson sýslumaður, minntist Jóns forseta í ræðu og lagði fagran blómsveig á fótstall líkneskis hans á Austurvelli í Reykja-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.