Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Síða 24

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Síða 24
24 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: lands. Fór forsetakjörið á þann veg, að Sveinn Björnsson ríkisstjóri var kosinn, og fagnaði hinn mikli mannfjöldi þeim úrslitum hjartanlega. Eftir að hinn nýkjörni forseti hafði unnið eið að stjórnarskránni, flutti hann faguryrt og eggjandi ávarp, sem tekið var með dynjandi lófaklappi mannfjöldans. Að loknum þingfundinum hófst annar mikilvægur og minnisstæður þáttur hátíðahaldsins að Lögbergi:— kveðj- ur og árnaðaróskir sérstakra fulltrúa erlendra þjóða. Kynnti Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra fulltrúana, en Forseti fslands þakkaði kveðjumar jafnharðan á því máli, sem þær höfðu verið fluttar. Þjóðsöngur hverrar þjóðar var einnig leikinn á eftir ræðum sendiherranna, en þeir töluðu í eftirfarandi röð: sendiherra Bandaríkjanna, sendiherra Bretlands, sendilierra Norðmanna, sendiherra Svía og fulltrúi frönsku þjóðfrelsisnefndarinnar. Sendi- herra Sovjetríkjanna var einnig viðstaddur hátíðahöldin. Voru ræður hinna erlendu fulltrúa þrungnar hlýju og virðingar í garð hinnar íslenzku þjóðar, og jafnhliða fögur viðurkenning hlutaðeigandi þjóða á hlutdeild fslands í heimsmenningunni og rétti þess til fulls sjálfsforræðis, enda var þeim tekið með hrifningu og fögnuði af hinum fjölmenna tilheyrendahóp, er hylti sendiherrana ákaft, en þó sér í lagi norska og sænska sendiherrann, sem báðir mæltu á íslenzka tungu. Auk þeirra kveðja og heillaóska, sem erlendir fulltrú- ar fluttu að Lögbergi, bárust Forseta fslands og ríkistjórn- inni kveðjur og velfarnaðaróskh- frá þjóðhöfðingjum og ríkisstjórnum viðsvegar um lönd, og mikill fjöldi annara heillaóskaskeyta frá erlendum og íslenzkum mönnum og félögum utanlands. Létu margir í hópi Vestur-íslendmga og ýms félög þeirra ræktarhug sinn til ættþjóðarinnar einnig í Ijósi með þeim hætti. Lauk hátíðahöldunum að Lögbergi með kveðjuflutn- ingi hinna erlendu fulltrúa, og höfðu þau um allt verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.