Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Side 28
28
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Mér datt í hug, að þeir piltar kynnu að hafa sloppið
með Árna Söndahl, er tók um 20 Austfirðinga frá Vopn-
afirði til Kaupmannahafnar, og voru þeir, að sögn, komnir
vestur um haf til Philadelphia 29. maí 1873. En á þessu
er sá hængur, að hafi þeir piltar ekki skrifað sig á listann,
fyrr en þeir Eggert og Þorlákur voru á ferðinni, þá hafa
þeir varla haft tíma til að vera komnir til Khafnar, hvað
þá til Philadelphia, 29. maí.
Nú segir Jóhanna Högnason, að faðir sinn hafi verið
kominn til Milwaukee í Wisconsin í september 1873. Það
svarar því, að hann—og þá líklega Árni líka—hafi orðið
samferða hópnum, sem fór með skipinu frá Akureyri;
þeir komu í ágústlok til Milwaukee. 4) Hafi það ekki
verið svo, þá hafa þeir a. m. k. einhvernveginn komist
vestur og slegist í hóp þeirra manna, er þeir ætluðu vest-
ur með.
Snorri Högnason (f. 1846—d. 1926) var sonur Högna
bónda á Skriðu Gunnlaugssonar, prests á Hallonnsstað.
Móðir Snorra var Kristín Snorradóttir prests að Eydölum.
Stóð þannig að Snorra stórmerkt fólk í báðar ættir. Syst-
kini hans voru Ingibjörg Högnadóttir, síðast húsfreyja á
Þverhamri og Gísli Högnason, síðast á Búðum, Fáskrúðs-
firði. 5)
Snorri kom sér fyrst í vinnu hjá norskum bændum í
Vestur-Wisconsin; þaðan fór hann austur í Minnesota
(1876). Árið 1877 nam hann land (homestead) í Wester-
heim township í Lyon sýslu, nálægt Minneota, Minn-
esota. Hann kvæntist 1879 Vilborgu Jónatansdóttur Pét-
ursson. Þau bjuggu á jörð sinni þar til 1885, er þau fluttu
til Clarkfield, Minnesota, þar sem Snorri byggði fyrsta
gistihúsið í bænum og rak það. Hann seldi það 1890 og
flutti þá með fjölskyldu sína til Minneota. Þar rak hann
fasteignaverslun, lán og tryggingar fram á elliár.
4) ÞÞÞ. II, 193.
5) Óðinn 1919, XV. 12-14.