Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Blaðsíða 53

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Blaðsíða 53
ALMANAK 53 inn), Sigríði, Ragnheiði, Hlíf, tvíburana Adda og Dúdda (Axel og Þórð? eg man ekki nöfnin), Guðnýju, Oddnýju og Pétur. Eftir dauða sr. Péturs (1919) bauð Sigríður Nikulás- dóttir, frænka hans, í Elfros, Sask., Hlíf vestur til sín. Þau Pétur og Sigríður voru systrabörn: móðir hans var Sigríður Pétursdóttir prests á Valþjófsstað, Jónssonar vefara, en móðir Sigríðar var Þórunn Pétursdóttir. Sigríð- ur Nikulásdóttir hafði verið í kynnisför á Eydölum árið 1909, og hefur Hlíf þá líklega verið yngsta barn þeirra hjóna. Hlíf lenti vestur í Califomíu og giftist þar amer- ískum manni, sem nú kvað vera dáinn. Eg, sem þessar línur rita, er fæddur og uppalinn á Höskuldsstöðum í Breiðdal, sonur Einars bónda Gunn- laugssonar frá Flögu og Margrétar Jónsdóttur, prests á Klyppstað, Jónsonar vefara. Móðurmóðir mín var Þómnn Magnúsdóttir prests Bergssonar í Eydölum. En föður- móðir mín var Helga Þorvarðardóttir (Gíslasonar frá Njarðvík) bónda, er fyrstur bjó sinna frænda á Höskulds- stöðum (um 1803). Faðir minn bjó þar síðastur þeirra frænda. Eg átti heima á Höskuldsstöðum og var þar öllum sumrum, þar til 1923. Eftir það var eg hingað og þangað við nám og ritstörf, þar til mér bauðst kennarastaða við háskólann Johns Hopkins University, Baltimore, Md. Þá var eg þrítugur, er eg kom hingað 1927, og hef eg verið hér síðan. IX. Fyrir nokkru kom það til orða að gefa út Sögu Breið- dæla eða safn til Söðu Breiðdæla. Mun það hafa verið Jón Helgason, útgefandi Heimilisblaðsins í Reykjavík, gamall Breiðdælingur, sem fyrstur vakti máls á því, en eg lofaðist til að rétta honum einhverja hjálparhönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.