Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 55
ALMANAK
55
Geldingi, og nær það yfir hans minni, eða sem svarar frá
1830—1919. Raunar var þetta yfirlit mjög ófullkomin
heimild um vesturfarana.
Um frændfólk mitt í Nýja Islandi og Argyle hef eg
fengið vitneskju frá Önnu Helgu Helgadóttur í Árnes,
Man. (Nýja Islandi) og einkum frá Kristbjörgu Jóhannes-
dóttur í Baldur, Man. (Argyle). Kann eg þeim báðurn
hinar bestu þakkir fyrir hjálpina.
Þá hefur Miss Jóhanna Högnason útvegað mér ágæt-
ar upplýsingar um þá félagana, er fyrstir fóru vestur,
Snorra Högnason og Áma Jónsson.
En langdrýgstar hafa orðið mér upplýsingar þær, er
Ingibjörg Hóseasdóttir í Mozart, Sask. hefur sent mér.
Er óhætt að segja , að þessi grein hefði aldrei verið skrif-
uð, ef hún hefði ekki verið boðin og búin að svara spurn-
ingum mínum. Verst þykir mér, ef eg sökum fáfræði
minnar, hef ekki allt af farið rétt með það, sem hún
hefur skrifað mér.