Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 61
JÓN FRIÐFINNSSON tónskáld
Eftir Richard Beck
“Og Breiðdals sól reis björt í þínum tónum,
sem beggja megin hafsins flutti vor.”
Þannig fórust Þorsteini Þ. Þorsteinsson skáldi orð í
fögru og makegu kvæði til Jóns Friðfinssonar tónskálds
í tilefni af sjötugsafmæli hans, og þau orð benda réttilega
til þess, að tónskáldið vinsæla stóð djúpum rótum, and-
lega og menningarlega talað, í íslenzkri jörð, og þá eigi
síst í jarðvegi fæðingarsveitar sinnar Breiðdals, enda þótt
hann þroskaðist og dragi andlega næringu sína annars-
vegar úr gróðurmold íslenzku nýlendunnar í Argyle í
Manitoba. Með þetta í huga fer einkar vel á því, að lýsing
á merkum æfiferli hans verði samferða hér í ritinu fróð-
legri og ítarlegri greinargerð sveitunga hans, dr. Stefáns
Einarssonar prófessors, um Breiðdæli vestan hafs, enda
er það mála sannast, að Jóns hefir eigi áður verið minnst
sem verðugt væri vestur hér, og verður þetta æfiágrip
hans þó af meiri vanefnum en æskilegt væri.
Jón Friðfinnsson var fæddur á Þorvaldsstöðum í Breið-
dal í Suður-Múlasýslu 16. ágúst 1865, sonur hjónanna
Friðfinns Jónssonar og Halldóru Pálsdóttur. Kom hann,
eins og getið er um í þætti Breiðdæla hér að framan,
vestur um haf með foreldrum sínum á unga aldri (1876)
til Nýja Islands, en fluttist með þeim eftir nokkurra ára
dvöl þar til Winnipeg og síðan til Argyle nýlendunnar
árið 1885, er hann stóð á tvítugu.
Þar nam Jón land og bjó þar í tuttugu ár, eða þangað
til hann flutti til Winnipeg með fjölskyldu sinni árið 1905,
og átti þar heima til dauðadags.