Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Side 66

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Side 66
66 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: þrifa-verk, sem Jón Friðfinsson hefir unnið fyrir hönd sönggyðjunnar í íslenzkum byggðum. Það er sérfræðinga að dæma um listmæti tónsmíða hans. Hitt veit eg, að inn við beinið er Jón Friðfinnsson skáld. Um það er mér og kunnugt, að hetjulega hefir hann höggvið hjörvi gegn óblíðum æfikjörum á listbrautinni. Nú er Jón Friðfinnsson sjötugur. Syngi honum allar helgar kindir hymnalög á æfikveldi.” — Þegar litið er á allar aðstæður Jóns um dagana, sætir það furðu hversu langt hann hefir komist í tónmenntinni og hve mikið liggur eftir hann af tónsmíðum. Mun hann hafa samið milli 50 og 100 lög, og hafa mörg þeirra verið prentuð, annaðhvort í sönglagaheftum hans eða sérprent- uð, auk þess sem ýms þeirra hafa komið í íslenzkum blöð- um og tímaritum beggja megin hafsins. En hann gaf út tvö sönglagahefti, “12 sönglög” (1904) og “Ljósálfa” (1921); hefir síðara heftið inni að halda 24 sönglög af mismunandi tónlagagerð, og er því allfjölbreytt, þó að mest beri þar á lögum raddsettum fyrir fjórar raddir. Er hér að finna sum af fegurstu og vinsælustu lögum tónskáldsins, svo sem “Vögguljóð”, “Vor”, “Nýársvísur” til Islands” (Árið mitt er árið þitt). Lögin í þessu söng- hefti bera því einnig vitni, að Jón hefir lagt sérstaka rækt við það að semja lög við ljóð vestur-íslenzkra skálda, jafn- hliða því sem hann hefir valið sér kvæði ýmsra hinna kunnustu skálda heimaþjóðarinnar til meðferðar. Ótalið er þó lengsta og fjölþættasta tónverk Jóns, en það er fyrnefnd hátíðarkantata hans, er hann samdi við tilþrifamikla Alþingishátíðarkvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og er það þeim mun eftirtektarverðara, þegar í minni er borið, að þetta verk er samið þá er Jón var orðinn hálfsjötugur að aldri. En þetta merkilega verk varð fyrst almenningi kunnugt, þegar íslenzku söngfélög- in í Winnipeg, “The Icelandic Male Voice Choir” and “The Icelandic Choral Society” sungu það á sérstökum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.