Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 67
ALMANAK
67
hljómleikum í Fyrstu lúterSku kirkju þar í borg þ. 6. maí
1936, í minningu um sjötíu ára afmæli tónskáldsins stuttu
áður, að viðstöddu miklu fjölmenni. Gat höfundurinn, þó
hann væri þá farinn að heilsu og hefði undanfarið legið
þungt haldinn, verið viðstaddur þessa tilkomumiklu
hjómleika honum til heiðurs, og hylltu hinir mörgu sami-
komugestir hann eftirminnilega. Konu tónskáldsins, sem
reynst hafði honum svo ágætur förunautur á langri leið,
var einnig minnst á verðugan hátt við það tækifæri.
Á hljómleikum þessum var eingöngu farið með verk
Jóns. Auk hátíðarkantötunnar söng dótturdóttir hans,
Lillian Baldwin, “Vögguljóð” hans, og hljómsveit lék
“quartette” eftir hann, sem þótti hið smekklegasta tón-
verk.
Fengu hljómleikar þessir, og þá sérstaklega hátíðar-
kantatan, sem var meginþáttur þeirra, ágæta dóma í
báðum íslenzku vikublöðunum og þóttu mikill viðburður
í félagslífi og þó einkum í tónlistar- og menningarlífi Isl-
endinga í Winnipeg, enda voru þeir endurteknir tveim
vikum síðar, þ. 20. maí.
Undir fyrirsögninni “Unaðsleg kvöldstund”, um fyrri
hljómleikana, fórust Einari P. Jónsson, ritstjóra Lögbergs
meðal annars þannig orð:
1 kantötu Jóns eru gullfallegir kaflar; má þar einkum
og sérílagi tilnefna, að því er oss fannst, upphafssönginn,
sem er hvorki meira né minna en stórhrifandi, og karla-
kórslagið “Þér landnemar, hetjur af konungakyni”, prýð-
ilegt lag með voldugum tónþunga. Einsöngvarnir komast
ekki til jafns við kórsöngvana, að einum undanteknum,
“Þó að margt hafi breyzt síðan bygð var reist”, sem er
undurfalleg sópranó-sólo. Allt í gegn er kantatan svip-
hrein og laus við tilgerð; það mátti hún líka til með að
vera, er tekið er tillit til hinnar óbrotnu djúpfegurðar
hátíðarljóðanna, eða Davíðssálma hinna nýju.” (Lögberg,
14. maí 1936).