Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Blaðsíða 70
Endurmmiiingar um nokkra
samferdamenn.
Eftir Kristján Ólafsson
Edfield, Sask.
1 júnímánuði árið 1905 komum við hjónin til Sask-
atchewan-fylkis, öllum ókunnug þar, nema að litlu leyti
Jóni Víum, sem nýkominn var frá Norður Dakota. Við
höfðum fimm börn í ómegð og foreldra mína háaldraða.
Við settumst að á landi Jóns Víum, eftir hans vingjarnlega
tilboði. Næsta ár (1906) fluttum við á heimilisréttarland
okkar, og höfum búið þar síðan, en þetta er ritað 1942.
Fyrst kynntumst við Jóni Víum og konu hans, sem
reyndust okkur hið ágætasta fólk í alla staði, og þéim
öldnu hjónum Guðmundi og Guðlaugu, foreldrum Finn-
boga Guðmundssonar við Mozart, Sask. Næst kynnturnst
við Ingimundi Eiríkssyni frá Áhrauni á Skeiðum og konu
hans Steinunni, systur Jakobs Normans í Wynyard, Sask.
Þegar við minnumst þessara ágætu hjóna, finnur maður
vinhlýjan anda streyma til sín. Ingimundur var sá maður,
sem öllum var vel við. Fyrst var honum meðfædd geð-
prýði, og svo vin hlýtt viðrnót, og síðast en ekki síst, höfð-
ingleg gjafmildi til snauðra, sem vinstri hendi hans vissi
ekki af, er hægri hendin vék öðrum. Svo var það hinn
óþreytandi vilji til að hjálpa, hjálpa í nauðum, og hjálpa
veikum skepnum, sem hann var svo undur laginn á og
heppnaðist vel. Aldrei var Ingimundur svo önnum kaf-
inn, að hann færi ekki frá sínu verki til að hjálpa veikri
skepnu. Aldrei var hann svo syfjaður eða svefnvana, að
hann neitaði um hjálp í nauðum, og aldrei tók hann gjald
fyrir þessi sín kærleiksverk. Þessa manns, sem var frum-