Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 77
ALMANAK
77
uneyti Bandaríkjanna og háttsettum yfirmönnum hers
og flota, er fylgja skyldu forseta Islands á ferðalagi hans.
Þvínæst var ekið af stað til borgarinnar og var farið
með forseta og utanríkisráðherra beint til Hvíta hússins,
embættisbústaðar forseta Bandaríkjanna. Voru móttök-
urnar þar hinar hátíð-
legustu, eins og jafn-
an þá um heimsóknir
erlendra þjóðhöfð-
ingja er að ræða, og
álúðlegar a ð sama
skapi.
Um kvöldið hélt
Roosevelt forseti op-
inbera veislu í Hvíta
húsinu, og sátu hana
meðal annara flestir
ráðherrar Bandaríkj-
anna, hæstaréttar-
dómarar, forsetar
þingdeilda Banda-
ríkjaþings og formenn
utanríkismálannefnda
beggja deilda, en af
Islendingum, auk
heiðúrsgestanna, Thor
Thors sendiherra og
Henrik Sv. Björnsson sendiráðsritari.
Morguninn eftir kvöddu gestirnir Roosevelt forseta á
einkaskrifstofu hans og fluttust um hádegi í hið söguríka
og fagra gestaheimili Bandaríkjastjórnar, Blair House,
sem er skammt frá Hvíta húsinu. Áður en þeir forsetarn-
ir kvöddust skiptust þeir á gjöfum. Gaf forseti Bandaríkj-
anna Sveini Björnssyni mynd af sér áletraða í silfurramma,
en forseti Islands gaf Roosevelt forseta vandað eintak