Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Side 80
80
ÓLAFUR S. THORC.EIRSSON:
Á flugvellinum í New York tóku á móti forseta og
utanríkisráðherra, Fiorello LaGuardia borgarstjóri, dr.
Helgi P. Briem, aðalræðismaður Islands, frú hans og
dóttir. Þar voru einnig mættir fjölda margir íslendingar
úr New York borg og nágrenni og ennfremur nokkur
hópur Vestur-fslendinga, sem boðið hafði verið sérstakl-
ega til fundar við forseta og utanríkisráðherra.
Af flugvellinum hélt forseti og fylgdarlið hans með
heiðursverði til Waldorf-Astoria gistihallarinnar, þar sem
þeim var búin gisting. Um kvöldið héldu aðalræðismaður
og frú hans samsæti til heiðurs forseta og utanríkisráð-
herra í einum af veislusölum gistihallarinnar. Var boð
þetta hið virðulegasta og ánægjulegasta. Stjórnaði Helgi
aðalræðismaður því og ávarpaði heiðursgestina með skör-
ulegum ræðum.
Forseti fslands minntist fagurlega íslenzku þjóðarinn-
ar austan hafs og vestan, lýsti þeim hrifningar og vakn-
ingaranda, sem lýðveldisstofnunin hafði vakið með þjóð-
inni. Lét hann einnig í ljósi mikla ánægju sína yfir því að
vera nú staddur í hópi landa sinna vestan hafs, en harm-
aði það jafnframt að kringumstæður leyfðu honum eigi
að heimsækja byggðir fslendinga í Vesturheimi. Var máli
forseta tekið með miklum fögnuði.
Þeir Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra og Thor Thors
sendiherra fluttu einnig snjallar ræður við ágætar undir-
tektir samkomugesta, og margir fleiri tóku til máls.
Daginn eftir hafði Thomas J. Watson, forseti Alþjóð-
arverslunarráðsins (International Chamber of Commerce)
fjölmennan hádegisverð til heiðurs forseta og utanríkis-
ráðherra, og voru í hópi gestanna áhrifamenn og athafna
á mörgum sviðum New York borgar og Bandaríkjaþjóð-
arinnar. Þakkaði forseti hinar ágætu viðtökur þar með
ræðu, er þótti sérstaklega snjöll og vel flutt.
Seinna um daginn höfðu Helgi aðalræðismaður og frú
hans móttökusamkvæmi á Waldorf-Astoria hótelinu fyrir