Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 84
Gunnar J. Olafson
Eftir G. J. Oleson
Gunnar Jóhann Ólafson oddviti Suður Cypress sveit-
arinnar í Manitoba (Municipality of South Cypress) er
fæddur í íslenzku Hólabyggðinni norð-austur frá Glen-
boro 8. mars 1898.
Foreldrar hans vóru Tryggvi Ólafson Jónssonar hrepp-
stjóra og sýslunefndarmanns um langt skeið að Kúðá
í Þistilfii'ði í N. Þingeyjarsýslu
og konu hans Berglaugar Guð-
mundsdóttir Jónssonar frá Sköru-
vík á Langanesi sem var nafn-
kunnur maður á sinni tíð. Þau
voru valin sæmdarhjón vel gefin
og bókhneygð. Sjá æfisögu þátt
þeirra í Alm. O.S.Th. 1935, bls.
34-36
Gunnar ólst upp í Hólabyggð-
inni með föður sinum, hann naut
aðeins barnaskóla náms, fé var
ekki fyrir hendi til æðra náms,
hann vann með föður sínum og
Gunnar J. Olafson tók við búinu af hónum er hann
komst á þroskaskeið, en aldur
færðist yfir föður hans. Ilann tók snemma þátt í félags-
málum síns bygðarlags, og hefur ætíð lagt gott til Isl.
félagsmála, skólaráði síns héraðs hefur hann verið dug-
anði ráðanautur og lengst af skrifari og féhirðir. Árið 1926
var hann kosinn í sveitarráð Suður Cypress sveitar, og
síðan ætíð endurkosinn oftast gagnsóknarlaust, en stund-
um orðið að keppa við áhrifamikla gagnsækjendur, og