Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Síða 87
r
Koma biskups Islands vestur um haf.
Enda þótt Tímarit Þjóðræknisfélagsins flytji, eins og
vera bar, allítarlega frásögn um komu dr. Sigurgeirs Sig-
urðssonar, biskups Islands, vestur um haf síðastliðinn
vetur, má ekki minna vera en að þetta rit, sem árum sam-
an hefir haft inni að
halda yfirlit yfir helztu
viðburði meðal fslend-
inga í Vesturh. minnist
stuttlega á frægðarför
hans vestur hingað, jafn-
framt því sem það flytur
mynd af honum.
Eins og alkunnugt er,
var það aðalerindi bisk-
upsins til Vesturheims
að sitja 25 ára afmælis-
þing Þjóðræknisfélags-
ins, sem fulltrúi ríki-
stjórnar fslands.
Faguryrtum kveðjum
ríkistjórnarinnar og ísl-
enzku þjóðarinnar, sem
hann flutti á þjóðræknisþinginn, og öðrum ræðum, er
hann hélt á samkomum í sambandi við þingið, var tekið
með mikilli hrifningu.
Sama máli gegndi um ræður hans á fjölmörgum öðrurn
samkomum víðsvegar meðal landa hans í Vesturheimi
og um prédikanir hans í kirkjum þeirra, en hann ferðað-
ist um margar helztu bygðir þeirra, allt vestur á Kyrra-
hafsströnd og suður til Kaliforníu.
Sigurgeir Sigurðsson
biskup íslands.