Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 25
ALMANAK 25
sjálfsögðu sagði hann af sér þingmennsku áður en hann
tók við forsetaembættinu. Happasælum afskiptum hans
af opinberum málum á Alþingi og milli þinga er rétt lýst
í eftirfarandi umsögn, sem þó er jafnframt mjög stillt í
hóf:
“Ásgehi Ásgeirssyni hefur verið sýndur margvíslegur
trúnaður á þingi og utan. Var hann forseti sameinaðs
þings 1930-31 og hafði þannig forsæti á þúsund ára hátíð
Alþingis, sem fram fór á Þingvöllum 1930, svo sem margir
munu minnast. Hefur hann átt sæti í fjölda nefnda, sem
farið hafa með vandasömustu mál og þótt mjög farsæll í
starfi, en þó einkum laginn samningamaður, sem lítt hefur
verið við stórdeilur riðinn. Ásgeir Ásgehsson hefur verið
sæmdur fjölda heiðursmerkja, einkum í sambandi við Al-
þingishátíðina, en skartar þeim litt.” (Vísir, 1. ágúst 1952).
Mörgum Islendingum hér vestan hafs, er sóttu Al-
þmgishátíðina, mun í fersku minni virðuleg stjórn hans
á því sögulega hátíðarhaldi og framkoma hans öll, er
vakti aðdáun erlendra manna eigi síður en landa hans.
Ymsir í hópi Vestur-fslendinga minnast einnig þakklát-
lega komu hans vestur um haf og fyrirlestrahalda hans á
ýmsum stöðum árið 1935. Er þeim, er þetta ritar, ein-
kum minnisstætt erindi það um fsland, sem Ásgeir Ás-
geirsson flutti í Bismarck, Norður-Dakota, á fjölsóttu árs-
þingi Kennarafélags ríkisins, og hinar ágætu viðtökur,
sem hann átti þar að fagna. Er óþarft að bæta því við,
að hinn nýi forseti íslands ber hinn hlýjasta hug til Is-
lendinga í Vesturheimi og kann vel að meta þjóðræknis-
baráttu þeirra og menningarframlag þeirra í kjörlöndum
þeirra; á hann einnig, eins og hinn ástsæli fyrirrennari
hans í forsetaembættinu, fjölda vina og velunnara í hópi
landa sinna vestur hér.
Og þar sem vikið hefir verið að Vesturheimsför Ás-
geirs forseta, má sérStaklega geta þess, að hann hefir um
langt skeið átt sæti bæði í utanríkismálanefnd og í samn-