Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 65
ALMANAK 65
Eg vonast til, að þú sért nú kominn heim til Pine Val-
ley aftur. — Skemmtilegt var bféfið þitt: lýsingarnar á
ýmsu, sem þú sást austur í skógunum. Það sýnir, að þú
hefur glöggt auga og að þú unir þér við barm náttúr-
unnar (Mother Nature). Bréfið þitt minnti mig á ýmsa
náttúrufræðinga, eins og til dæmis Jónas og Agassiz og
fleiri, sem sáu svo margt merkilegt í ste'inum og mosa og
jarðvegi, er öllum fjölda manna er hulið um aldur og æfi.
En fyrir skáldinu er það eins og náttúrufræðingnum:
það sér hönd guðs alstaðar og heyrir rödd hans í sjálfri
þögninrii. “There is poetry everywhere,” segir enska
skáldið. En skáldið og náttúrufræðingurinn eru bræður,
svo skyldir eru þeir, og eru báðir óskabörn náttúrunnar;
hún opnar þeim kærleiksdjúp sitt og leiðir þá inn í must-
eri tilverunnar og syngur þeim “rhymes of the universe”,
eins og Longfellow að orði kemst í hinu meistaralegasta
af öllum sínum meistaralegu smákvæðumafmæliskvæð-
inu til Agassiz, spekingsins með barnshjartað. Það kvæði
er svo meistaralegt, af því það er svo einfalt, en í því
liggur listin, eins og Horace hinn rómverski segir ein-
hverstaðar, ef eg man rétt.
Eg hefi yndi af öllu náttúrufræðislegu, en þó á dálítið
annan hátt, en margir aðrir. Það er lífið í öllu, sem eg er
að athuga. Fuglarnir, maurinn og blómin hafa mikla þýð-
ingu fyrir mig. Húsþakið mitt er griðastaður allra smá-
fugla, enda voru tvö hreiður undir þakskegginu á húsinu
mínu í sumar. Og ungarnir (svölur) eta með hænunum.
Maurabú stórt hefi eg athugað nú í ts'ö sumur og hefi
ritað langa ritgjörð um það, sem síðar kemur á prent á
íslandi, því eg hefi orðið var við margt einkennilegt í því
sambandi, og margur hefur orðið hissa, þegar eg hefi
svnt honum maurana við vinnu, og sjónaukinn hefur verið
góður. En búið var eyðilagt fyrir mér snemma í júlí, af
manni, sem plægði blettinn. En eg hefi aldrei fvrr né
síðar séð annað eins maurabú, því búið var fyrst og fremst