Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 93
ALMANAK 93
25. Sigríður Walterson, frá Selkirk, Man., ekkja Sigurgeirs Walt-
erson, á elliheimili í St. Boniface, Man., 70 ára að aldri. Kom
af Islandi til Canada fyrir 67 árum og hafði lengstum búið í
Selkirk.
28. Aðalbjörg (Ada) Thordarson, í Selkirk, Man. Foreldrar: Mat-
thías skipstjóri Thordarson og kona hans (bæði látin); fluttist
með jreim vestur um haf 1887 og átti síðan heima í Selkirk.
MARZ 1952
2. Sigurður Jón Magnússon, á heimili sínu í Winnipeg, Man.
Fæddur 6. ágúst 1867 að Brekkukoti í Blönduhlíð í Skagafirði.
Foreldrar: Magnús Gunnarsson á Sævarlandi í Skagafirði og
María Ólafsdóttir. Framan af árum búsettur á ýmsum stöðum
í Canada og Minnesota, en siðustu 40 árin samfleytt í Wpg.
5. Loptur Jörundsson, að heimili sínu í Winnipeg, Man., rúmlega
níræður að aldri. Ættaður frá Hrísey á Eyjafirði, kunnur
athafnamaður.
11. Sveinn Vopni landnúmsmaður, að heimili sínu í Tantallon,
Sask. Fæddur að Refstað í Vopnafirði 6. febr. 1881. Foreldrar:
Guðjón Jónsson Vopni og Guðríður Sigurðardóttir; fluttist
með jreim vestur um haf til Argyle 1889, en til Tantallon alda-
mótaárið.
11. John Frederick Eyjólfsson, á sjúkrahúsi í Vancouver, B.C.
Fæddur í N. Dakota 13. febr. 1893. Foreldrar: Þorsteinn og
Kristjana Eyjólfsson, er bjuggu fyrst í N. Dakota, en fluttust
til Lundar, Man., aldamótaárið, en síðan til Prince Rupert,
British Columbia.
12. Kristjana Nordal, kona Hermanns Nordal á Gimli, ú Johnson
Memorial sjúkrahúsinu jrar í bæ; 62 úra að aldri og hafði
dvalið vestan hafs í 48 ár.
13. Herdís Johnson, ekkja Guðmundar Johnson landnámsmanns í
Framnes-byggð í Nýja-lslandi (d. 1929), á Rauða Kross sjúkra-
húsinu í Árborg, Man. Fædd að Teigi í Óslandshlíð í Skaga-
fjarðarsýslu, síðar landnemar að Djúpadal í Geysis-byggð í
Nýja-Islandi; kom með jieim vestur um haf til Canada 1885.
18. Anna María Nelson, kona Þorláks Nelson húsasmíðameistara,
á heimili sínu að Lundar, Man. Fædd 5. nóv. 1878 á Björgólfs-
stöðum í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Ólafur Ólafsson og fyrri
kona hans Guðrún Gestsdóttir. Fluttist vestur um haf með
manni sínum aldamótaárið.
22. Guðlaugur Ólafsson, bráðkvaddur á heimili Bjarna bróðir síns
í grennd við Dafoe, Sask. Fæddur í Selkirk, Man., 1. nóv.
1887. Foreldrar: Jóhannes Ólafsson og kona hans Margrét,
ættuð úr Núpdalstungu. Nam land við Dafoe 1906 og bjó
þar í 40 úr.
25. Hólmfríður Stefánsdóttir Gíslason, ekkja Þorsteins Gíslasonar
(d. 1914)), á ellihemilinu “Betel” að Gimli, Man. Fædd að