Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 69
ÁLMANAK 69
til bragðs? Mún hún samþvkkja nefndarálitið eða hafna
því? I haust verða atkvæði greidd með og móti. Þá kemur
i ljós með áreiðanlegri vissu, hvort þjóðin okkar er sjálf-
stæð í anda eða ekki. En eg vona, að hún sjái og skilji,
hvað henni er fyrir beztu. Islendingar eiga að eiga Is-
land, en engir aðrir. Ef til vill rætast orð Jónasar: “Fagur
er dalur og fyllist skógi, og frjálsir menn, þegar aldir
renna.” Ef þjóðin íslenzka hrindir meiri-hluta áliti milli-
landa-nefndarinnar, þá rætist það; annars aldrei um aldur
og æfi. Nú eru þau mikilvægustu tímamót í sögu þjóðar-
innar, mikið mikilvægari en árið 1000, þegar kristni var í
lög tekin. Þá þurfti þjóðin á Þorgeiri Ljósvetningagoða
að halda, en nú þvrfti hún að eiga þrjá slíka menn—nei,
jafnvel þrjá tugi slíkra manna á þingi. Samt er eins og
íslands óhamingju verði allt að vopni. Svo kvað Bjarni.
Góði vinur, fvrirgefðu þetta stutta bréf, og skrifaðu
mér við tækifæri. Og fyrirgefðu hvað eg hefi dregið
lengi að skrifa þér. Með hjartans þakklæti fvrir stöðuga
tryggð og vináttu,
er eg þinn einl. vinur,
J. Magnús Bjarnason
Eins og mörgum lesendum Almanaksins mun í fersku
minni, er í ofanskráðu bréfi vikið að “Uppkastinu” svo-
nefnda í samninga-umleitunum Islendinga og Dana, sem
barist var um af miklu kappi í kosningunum sumarið
1908; en eins og kunnugt er, snerust margir öndverðir
gegn því frumvarpi og töldu sjálfstæði landsins hina mestu
hættu búna, næði það frumvarp fram að ganga; hefir
bréfritarinn sýnilega hallast sterklega á þá sveif, en undir
forystu Bjöms Jónssonar ritstjóra unnu andstæðingar
“Uppkastsins” hinn glæsilegasta sigur í kosningunum, svo
sem frægt er orðið.