Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 54
54 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
það neyðarúrræði okkar, að hætta með þegjandi sam-
komulagi í miðju lagi. Var okkur óskiljanlegt það úthald,
að hætta ekki fyrr, því frá bvrjun höfðum við fundið, að
eitthvað var meira en lítið bogið við sönginn. Eg hélt
því fram, að hann væri falskur; hann hélt því fram, að eg
væri falskur. Þá benti eg honum á, að ef við báðir værum
jafnfalskir, þá værum við samróma. Hann sagðist þá leyfa
sér að benda mér á, að þar eð við værum báðir ósamróma
(og við það könnuðumst við báðir), hlyti annar okkar að
vera falskur, og það væri eg. Eg leiddi honum |iá fvrir
sjónir, að ósamræmið væri engin sönnun þess, að bara
annar okkar væri falskur, ósamræmið gæti stafað af því,
að við báðir værum falskir, bara annar okkar falskari og
vitlausari en hinn:
Ef fjórir jafnfalskir syngja
fjögurra radda lag,
það hlýtur að “harmonera”
en hljóma með annarlegt slag.
Ef einn þeirra hárrétt hefur
sín hljóð eftir nótum stillt,
þá hlvtur hann, ósamhljóma
hinum, að syngja villt.
Og hann er úr hópnum rækur,
því hann hefur á sér blett,
að orsaka ósamræmi,
þó auðvitað syngi hann rétt.