Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 29
ALMANAK 29
Hlýr sunnanvmdur blés, og var afar rykugt á strætum
úti. Aðstandendur og vinir biðu ýmsra og tóku ])á heim
með sér. Nokkrir fóru til dvalar á Innflytjendahúsið, var
eg einn af þeim. Næsta dag fórum við nokkrir saman í
hóp og heimsóttum séra Jón Bjarnason. Meðal þeirra
minnir mig að væru: Rannveig K. Goodman (Mrs. S.
Sigurbjörnsson), Guðríður Ólafsdóttir, Guðfinna Jóns-
dóttir, IDaði Cuðmundsson úrsmiður, og eg.
Þann dag minnir mig, að íslenzka samferðafólkið
færi af Innflytjendahúsinu. Eg átti tal við íslenzka um-
boðsmanninn Jóhann Pálsson, vinsamlegann mann. Hann
sagði mér, að eg gæti verið á Innflytjendahúsinu í 3 næt-
ur, sagði að vænta mætti, að þá greiddist úr fyrir mér.
En raunin varð nú sú, að eg dvaldi þar lengst allra ís-
lenzku innflytjendanna, var þar þrjár nætur og fram á
kvöld þriðja dáginn. Fór þá tilveran að fá á sig hálfgerð-
an skuggablæ; er eg ]oó ekki kvíðinn að upplagi til. Fé-
laus var eg heldur ekki, skildi dálítið í ensku, en var
klaufi og tregur til gangs að reyna að tala hana—einkum
þó að Islendingum áheyrandi.
Á leiðinni frá Liverpool hafði eg kynnst suður-józkum
manni, Jóhanni Jörgensen, járnsmið að iðn,—en þýzkum
að þegn skvldu, þó að danskur væri að ætterni. Við Iiöfð-
um orðið málkunnugir á leiðinni. Jóhann varð eftirlegu
kind á Innflytjendahúsinu eins og eg, og urðum tals-
verðir félagar—og hver öðrum til Iiuggunar.
Gengum við saman umhverfis innflytjendahúsið á
daginn, og komumst upp á Seymore House gistihúsið—
en þar var okkur sagt, að oft væri Skandinava að finna.
Einn daginn fórum við saman npp á Ross Avenue, í búð
Árna kaupmanns Friðrikssonar. Árni sagði mér, að svo
síðla að hausti sem þetta var, myndi ölí byggingavinna
og bæjarvinna enda eftir 2-3 vikur;—og full seint óvön-
um að komast út á Winnipegvatn fyrir veturinn—og eina
vonin væri að komast út til bænda fvrir veturinn—fyrir