Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 24
24 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sjö ára gamall fluttist Ásgeir með foreldrum sínum
til Reykjavíkur og ólst þar upp, en vann eigi að síður
hvert sumar í sveit fram yfii' tvítugsaldur. 1 bókinni
Móðir mín (Reykjavík, 1950) hefir hann í sonarlegri og
prýðilegri greiii um móður sína, ágætis- og fríðleikskonu,
lýst æskuárum sínum og æskuheimili á Mýrunum og í
Reykjavík svo vel og skemmtilega, að unun er að lesa.
Segir hann þar meðal annars: “Á sumrin var okkur komið
í sveit til vina og frændfólks í öllum áttum. Var eg í
Knarrarnesi, Vík í Mýrdal, Möðmdal á Hólsfjöllum og
víðar; fyrir það er eg þakklátur, því eg kynntist mörgu
ágætu fólki og margbreyttum störfum til sjávar og sveita.”
Mótaðist Ásgeh' þannig og þroskaðist við heilbrigð
áhrif íslenzks þjóðlífs á sjó og landi; jafnframt gerðist hann
einnig íþróttamaður góður, meðal annars sundmaður
ágætur, og fram á þennan dag er sundið hans íþrótt og
heilsubót.
Hann gat sér snemma orð fyrir góðar gáfur, og svndi
einnig fljótt ágæta námsliæfileika, er hann hóf nám í
Menntaskólanum í Reykjavík, en stúdentspróf tók hann
1912, aðeins 18 ára að aldri; þrem árum síðar lauk hann
guðfræðiprófi við Háskóla Islands.
Varð hann þá biskupsskrifari í Reykjavík 1915-16, en
stundaði þvínæst framhaldsnám í guðfræði og heimspeki
við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-17.
Bankaritari í Landsbanka Islands var hann 1917-18, ken-
nari við Kennaraskólann frá því um hausið 1918 til vors
1927, og fræðslumálastjóri 1926-39, að undanskildum
þeim árum, er hann sat í ráðhen'asessi, en hann var fjár-
málaráðherra 1931-34 og forsætisráðherra 1932-34. Banka-
stjóri Útvegsbanka Islands var hann samfleytt frá 1938
og þangað til hann var kjörinn forseti.
Árið 1923 var Ásgeir Ásgeirsson kosinn alþingismaður
fyrir Vestur-lsafjarðarsýslu (í hinu gamla kjördæmi Jóns
Siguj'ðssonár forsetá) og endurkosinn jafnan síðan, en að