Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 88
88 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Wash. Fædd 22. sept. 1854 að Bæjarstæði í Seyðisfirði. For-
eldrar: Sveinn Sæbjarnarson og Ilelga Sigurðardóttir. Fluttist
vestur uni haf nieð manni sínum, Þórði Benediktssyni frá Dal-
húsurn i Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu (d. 1904), árið 1883
og til Mouse River-byggðarinnar í N. Dakota 1894. Meðal
barna þeirra eru lögfræðingarnir Ásmundur og Oscar Benson
í Bottineau, N. Dak. (Um þau, sjá landnámsþætti Mouse
River-byggðar, Almanak, 1913.)
ÁGÚST 1951
I. Ögimmdur Ögmundsson, að heimili sinu í Steveston, B.C.
Fæddur 2. júli 1879 að Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi
í Árnessýslu. Foreldrar: Ögmundur Ögmundsson og Þorbjörg
Gísladóttir, er bjuggu að Unnarholtskoti í sömu sveit. Kom
með þeim vestur um haf og i Þingvallanýlendu í Sask. 1888.
Átti lengi heima í Winnipegosis, Man.
29. Lananámsmaðurinn Gunnar Iljartarson, á sjúkrahúsi í Cut
Bank, Montana. Fæddur að Flautafelli i Þistilfirði, Norður-
Þingeyjarsýslu, 2. jan. 1891. Foreldrar: Hjörtur hrepþstjóri
Þorkelsson og Ingunn Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf til
Canada sumarið 1911, en nam næsta ár land í grennd við
Ethridge, Montana, og bjó þar jafnan síðan. Forystumaður í
sveitarmáhnn. Albróðir séra Hermanns Hjartarsonar á Skútu-
stöðum.
OKTÓBER 1951
3. Vilhjálnmr Pálmi Pálmason, að Iieimili sinu og fæðingarstað,
Víðirási i Víðinesbyggð i Nýja-íslandi. Fæddur 1. júni 1894.
Foreldrar: Bjarni Pálmason og Anna Eiríksdóttir, er fluttust
til Ameríku frá Sauðarkróki 1887 og næsta ár i Viðinesbyggð.
5. Sólveig B. Anderson, ekkja Jóhanns Erlends Anderson (d.
1943), í Everett, Wash. Fædd 1868, foreldrar hennar voru
Ásnmndur Þorsteinsson og Bergþóra Jónsdóttir úr Skriðdal í
Suður-Múlasýslu.
15. Guðjón Árniann, i Grafton, N. Dak. Fæddur 1. des. 1866 á
Iðu i Biskupstungum í Árnessýslu. Foreldrar: Jón Vigfússon
og Ingveldur Markúsdóttir. Fluttist af íslandi ungur að aldri,
fyrst til Canada og síðan til Grafton 1893.
í okt. Landnámskonan Jósefina Marta Bjarnadóttir Borgfjörð (ek-
kja Jóns Borgfjörð), að heimili sinu i grennd \ið Leslie, Sask.
Fædd á Dröngum á Skagaströnd 7. ágúst 1865. Foreldrar:
Bjarni Ivarsson og Kristín Helgadóttir. Kom vestur mn haf
með manni sinum til Mountain, N. Dak., um 1890, en flutt-
ust til Saskatchewan 1905.
NÓVEMBER 1951
II. Helga Marteinsson, ekkja Bjarna Marteinssonar (d. 1940), að
heimili sínu í grennd \ ið Hnausa, Man. Fædd að Flögu i
Breiðdal i Suður-Múlasýslu 27. júlí 1869. Foreldrar: Guð-