Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 36
Landnámsþættir Islendinga í
Spy Hill, Gerald og Tantallonbyggðum
í Saskatchewan
Richard Beck færði í letur.
I.
SPY HILL
Ólafur (Oliver) Olson. Foreldrar hans voru Einar
Ólafsson og Guðbjörg Ólafsdóttir, bæði úr Leirársveit, en
áttu seinast heima í Garðahverfi. Var Ólafur fæddur í
Garðakoti í Leirársveit (rétt við Leirá) 1877, en kom 10
ára að aldri vestur um haf með foreldrum sínum 1887, og
fóru þau til Langenburg, en þar var þá endirinn á járn-
brautinni, en þaðan lá leið þeirra til Þingvallabyggðar, til
Ólafs Guðmundssonar og Sigþrúðar konu hans, sem var
skyld Guðbjörgu Ólafsdóttur. Tveim árum seinna gerðist
Einar landnámsmaður í Russell, Man., en árið 1903 flutt-
ist fjölskyldan til Spy Hill, var Einar þá lálinn, því að
hann dó aldamótaárið, en Guðbjörg ekki fyrr en 1930.
Þeir Ólafur og Einar bróðir hans námu báðir land í
Spy Hill og áttu þar síðan heima. Ólafur er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var María Austmann, d. 1920, dóttir
Ólafs Austmanns landnámsmanns. Börn þeirra Ólafs og
Maríu eru: 1. Árni, í Powell River, B.C., ókvæntur; 2.
Ólöf, vinnur í lyfjabúð í Winnipeg, ógift; 3. Harold,
heima; 4. Emilv (Mrs. W. Bennett), Marshville, Sask.,
eiga eina dóttur.
Seinni kona Ólafs Olson heitir Susan Hay, af skozkum
ættum; börn þeirra eru: 1. Thelma, útskrifuð af Toronto