Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 66
66 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
óvanalega stórt, með þremur smá-útibúum, og svo var
hitt einkennilegt, hvað atvinnuvegir mauranna voru
margbreyttir. 1 fyrra sumar gerði eg um 35 mismunandi
tilraunir, eftir fyrirsögn vísindamanns, og um þær er rit-
gjörð mín, sem að sönnu er ekki fullgjör. En sleppum því.
Mér kom ekki óvart, að Guðmundur Magnússon væri
höfundur “Höllu”. Eg hafði alltaf haldið það, og getið urn
það við aðra, að Jón Trausti, hver sem hann væri, hefði
áður fengist lengi við ljóðagerð. Það sá eg á rithættinum
á beztu og skáldlegustu köflum sögunnar. Og mér datt
alltaf þessi maður í hug, ekki minnst fyrir þá sök, að hann
hafði rétt áður fengið ómildan ritdóm um ljóðin. En það
knýr oft hið sanna skáld til að koma fram í nýrri mvnd,
eða réttara sagt: nýju formi. Því enginn lemur anda
skáldsins í dá með ritdómum, út leitar hann alltaf, ef ekki
hér, þá þar; hann skiftir bara um yztu kápuna.
Fyrirgéfðu flýtis-klór þetta og bull. Og skrifaðu fljótt
aftur og segðu mér frá ýmsu, sem þú sér og athugar, eins
og það, sem jm sagðir mér frá í síðasta bréfi. Það var
mjög skemmtilegt og fræðandi.
Eg er þinn einl. vinur,
J. Magnús Bjarnason
Marshland, Man.
Á Gamlarsköld 1907
Kæri vinur:—
Eg skrifa þessar fáu línur til þess að óska þér til ham-
ingju og blessunar á árinu, "sem nú fer í hönd; og jafn-
framt þakka eg þér fyrir vináttu og tryggð til mín á ár-
inu, sem nú er að líða. Já, hjartans þökk fyrir allt.
Eg liefi verið önnum kafinn nú um thna, því skólinn
og búskapurinn togast á um mig ár og síð og alla tíð, svo
eg hefi engan tíma aflögu, hvorki til að skrifa né lesa
mér til skemmtunar. Og nú í jólaleyfinu hefi eg verið í