Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 85
ALMANAK 85
Okt.—Við kosningar til bæjarstjórnar í Winnipeg var
Peter D. Curry endurkosinn skólaráðsmaður í fyrstu
kjördeild með miklu atkvæðamagni. Hann er, eins og
áður hefir verið getið, íslenzkur í móðurætt.
28. okt,—Haldin í Civic Auditorium í Winnipeg veg-
leg og mjög fjölmenn hátíð í tilefni af 75 ára afmæli há-
skóla Manitobafylkis, og flutti landstjórinn í Canada, Rt.
Hon. Vincent Massey aðalræðuna. Meðal fjórtán kunnra
Canadamanna, sem kjörnir voru heiðurstdoktorar við það
tækifæri, var dr. P. H. T. Thorlákson í Winnipeg, er
sæmdur var heiðursdoktorsnafnbót í lögum. Hefir Mani-
tobaháskóli, eins og alkunnugt er, komið mjög við sögu
Islendinga í Vesturheimi, brautskráð mikinn fjölda stúd-
enta af íslenzkum ættum, og í kennarahópi hans hafa
verið, og eru einkum nú, allmargir af íslenzkum uppruna.
4. nóv,—Við almennar kosningar í Bandarikjunm var
Valdimar Björnsson endurkosinn ríkisféhirðir (fjármála-
ráðherra) í Minnesota; Elmo T. Christianson endurkosinn
dómsmálaráðherra í Norður-Dakota; og Freeman Eánars-
son, Mountain, endurkosinn í fjórða sinn ríkisþingmaður.
Aðrir íslendingar voru einnig kjörnir í sveitaembætti þar
í ríkinu.
6. nóv.—Flutti Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri
Verzlunarskólans í Reykjavík, fyrirlestur í Winnipeg, að
tilhlutun Þjóðræknisfélagsins, við góða aðsókn og ágætar
undirtektir. Hafði hann undanfarið ferðast víða um
Bandaríkin í boði Utanríkisráðuneytis þeirra til þess að
kynna sér starfsemi leikhúsa og útvarpsstöðva, og ann-
arra menningarstofnana, en hann er formaður Þjóðleik-
hússráðsins á Islandi.
9. nóv.—Sjötíu og fimm ára afmælis íslenzks lútersks
kirkjustarfs í NýjaTslandi minnst með minningarhátíð á
Gimli, Man. Tóku þátt í athöfninni sóknarpresturinn,
séra Haraldur S. Sigmar, dr. Runólfur Marteinsson, séra
Sigurður Ólafsson og Bjarni (Barney) Egilson, bæjarstjóri
á Gimli.