Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 84
84
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lenzku við Manitobaháskóla, undir handleiðslu prófessors
Finnboga Guðmundssonar.
21. sept,—Við sérstaka athöfn í sambandi við hið ár-
lega Gamalmennamót að Lundar, Man., var afhjúpuð
mynd af Páli Reykdal (d. 13. sept. 1951), er um langt
skeið var forystu- og áhrifamaður í málum bygðarinnar.
5. okt.—Var séra Eiríkur Brynjólfsson, áður prestur að
Útskálum, settur inn í embætti hjá íslenzka lúterska söfn-
uðinum í Vancouver, B.C. Séra Valdimar J. Evlands, for-
seti Lúterska kirkjufélagsins, framkvæmdi innsetning-
una, með aðstoð dr. Runólfs Marteinssonar. fyrrv. prests
safnaðarins.
10. okt.—Séra Valtýr Emil Guðmundsson frá Lundar,
Man., settur inn í embætti sem prestur hjá First Unitar-
ian Society of Ellsworth, Mass. Hann lauk síðastliðið
sumar námi á Meadville Theological Seminarv og Há-
skólanum í Chicágo, en hafði áður um skeið stundað nám
við Háskóla Islands.
Okt,—Á fundi í London, Ontario, stofnuðu útfarar-
stjórar í Canada félag með sér, og var Paul Bardal, fýlkis-
þingmaður og útfararstjóri í Winnipeg, kosinn forseti
þessa nýja félagsskapar stéttarbræðra hans.
Okt.—í hljómlistarprófum við Manitobaháskólann
hlaut Miss Evelvn Thorvaldson (dóttir þeirra Mr. og Mrs.
T. R. Thorvaldson í Winnipeg) verðlaun Jóns Sigurðs-
sonar félagsins í píanóleik. Hún er einnig kunn fvrir
sönghæfileika sína.
Okt,—Á yfirstandandi þingi Sameinuðu Þjóðanna í
New York var herra Thor Thors, sendiherra Islands í
Washington og fulltrúi þess á allsherjarþinginu, kosinn í
þriðja sinn í röð framsögumaður pólitísku nefndár þeirra
alþjóða samtaka.
Okt,—Á ársfundi Félags skordýrafræðinga í Manitoba
var dr. A. J. Thorsteinsson kosinn forseti félagsins. Sam-
tímis var Haraldur Westdal, einnig úr Winnipeg, kjörinn
féhirðir félagsins.