Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 38
38 ÓLAFUR 8. TIIORGEIRSSON:
Geirlaugu, ólst upp í Spy Hill, nam þar land, og átti þar
heima til dauðadags, Í938. Kona Olgeirs er Guðlína
Þórðardóttir Þórarinssonar og Kristínar Guðmundsdóttur,
úr Breiðafirði, bjuggu að Ytri Bug við Ólafsvík. Þau flutt-
ust aldrei vestur um haf, en Guðlína kom til Winnipeg
1913 og stuttu síðar til Spy Hill og átt þar heima síðan.
Tvær af dætrum þeirra Olgeirs og Guðlínar eru dánar,
en þessar eru á lífi: 1. Kristín (Mrs. Edvald Erlendsson),
Spy Hill, eiga tvö börn, Ólínu og Björn; 2. Þóra (Mrs. R.
Kirby), Spy Hill, eiga tvo sonu, líonald og Robert; 3.
Fjóla, ógift heima. Ennfremur eru tveir fóstursynir 01-
geirs og Guðlínar: Wilfred og Walter, báðir heima.
Phillip Austmann, fæddur í Mjóafirði, en fluttist ein-
nig, sem Olgeir bróðir hans, barnungur vestur ujii haf
með foreldrum sínum, og liefir átt heima í Spy Hill síðan
fjölskyldan fluttist þangað 1903. Kona hans er María
Þórðardóttir (systir Guðlinar konu Olgeirs bróður hans),
og kom hi'm frá Islandi til Spy Hill 1922 og hefir verið
búsett þar síðan. Má jafnframt geta þess, að Þórarinn
Þórarinsson ritstjpri, er bróðursonur þeirra systra.
Þessi eru börn Philips og Maríu: 1. Wilma Kristín,
hjúkrunarkona, Winnipeg; 2. Jón, heima; 3. Lillv (Geir-
laug), útskrifuð af verzlunarskóla og vinnur í Esterhazy,
Sask.; 4. Esther, 5. Philip, 6. Kristján 7. Lloyd, öll heima.
Árni Austmann, vngri bróðir þeirra Olgeirs og Philip,
og María systir þeirra (fvrri kona Ólafs Olson), eru bæði
látin.
Edvald Erlendsson fæddur að Gimli, Man., 1907. For-
eldrar: Björn Erlendsson og Kristín Tómasdóttir, er komu
frá Islandi til Winnipeg 1898, áttu síðan í áratug heima á
Gimli, en námu síðan land í Víðirbyggð (Sjá Landnáms-
þætti Magnúsar frá Storð hér í Almanakinu). Edvald hefir
verið búsettur í Spy Hill síðan 1944. Hann er kvæntur
Kristínu dóttur Olgeirs Austmann, eins og fyrr getur, og
eru þessi börn þeirra: Ólína María og Björn Kristinn.