Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 32
32 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
prúðasti maður, er varð mér síðar hinn tryggasti vinur,
er eg. átti á ungþroska skeiði ævi minnar. Hann vann nú
utan borgar við smíðar, er hér var komið sögu, og bjóst
við að hafa vinnu til jóla. Hann hélt að mín eina von
væri að reyna að fá atvinnu úti á Winnipegvabii yfir
veturinn, og taldi líkindi til, að eg myndi finna útgerðar-
menn á Seymour House. Við mæltum okkur svo mót
næsta vor í Seattle, en þangað var ferð minni heitið. Við
bundum það fastmælum að halda liver í annan í ein-
stæðingsskap okkar hér vestra.
Eg var nú stórum hressari, og tók í mig kjark, fór yfir
á Seymour House, spurði þar eftir útgerðarmönnum af
Winnipegvatni, en engir voru þar þá; en sagt var mér,
að líkindi væru til að þeir yrðu þar um næstu helgi. Fór
eg nú “heim” á Innflytjendahúsið, átti tal við Jóhann
Pálsson; sagði honum frá samtali mínu við Ingvar Ólafs-
son og loforði hans; einnig frá þeirri löngun minni að
komast út á Winnipegvatn yfir veturinn. Taldi hann það
heppilegt, og hélt að myndi takast. Að lokum sagði hann
við mig; “Ef Ingvar kenmr ekki í kvöld, þá verður þú
hér í nótt, og svo kemur nýr dagur og ný tækifæri”!
Um kvöldið kom Ingvar, hreinn og vel búinn, og
sagðist hafa fengið mér dvalarstað,hjágóðufólki, ígrennd
við sig. Fór hann með mig inn í Islendinga umhverfið
dálítið vestur í bæ. Ekki man eg nú á hvaða stræti þetta
var en húsráðandi var aldraður maður, Sigurgeir Bárdal,
og ung kona hans. Hjá þeim voru í kosti tveir ungir menn
og tvær stúlkur, að mig minnir, er unnu í verzlunarbúð.
Eg varð herbergisfélagi annars unga mannsins, er
stundaði nám á Wesley-College, og sat öllum stundum
yfir bókum sínum, þegar hann var ekki á skólanum; mað-
urinn var séra Sigurður S. Christopherson, um langt
skeið þjónandi prestur í kirkufélagi voru, og vinur minn
síðar á árum, mætasti maður, og trúr lærisveinn meist-
arans. En ekki varð kynning okkar mikil að þessn sinni;