Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 26
26 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
inganefnd utanríkisviðskipta; af Islands hálfu hefir hann
einnig setið í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (The In-
ternational Monetary Fund) 1946-52, og tvívegis verið
fulltrúi Islands á aðalfundum Sameinuðu Þjóðamia
(United Nations), í New York 1947 og París 1948.
Hér hefir að vísu aðeins verið stiklað á stóru í fjöl-
þættum starfsferli Ásgeirs Ásgeirssonar, en þó fljótt hafi
verið farið yfir sögu, er það augljóst, að hann er, sakir
margbreyttrar lífsreynslu sinnar og náinna tengsla við
þjóðlífið, óvenjulega vel undir það búinn að skipa forseta-
sess þjóðar sinnar; hann er af eigin reynd þaul kunnugur
stjórnmálum hennar heima fyrir og utanríkismálum, at-
vinnu- og fjármálum, fræðslumálum og menningarlífi
hennar; að ógleymdum hæfileikum hans og mannkostum,
sem þegar hefir verið bent á að nokkru.
Ásgeir Ásgeirsson er kvæntur ágætri konu og mikil-
hæfri, Dóru Þórhallsdóttur biskups Bjarnarsonar, sem
bæði er kona víðmenntuð og hefir tekið mikinn þátt og
farsælan í félags- og menningarmálum íslenzkra kvenna.
Hún hefir einnig skipað meðsæmdhúsmóðurstöðunabæði
á biskupssetrinu í Reykjavík, á sjúkleikaárum frú Val-
gerðar móður sinnar, og síðar í forsætisráðherrabústað
íslands.
Má því óhætt fullyrða, að hin nýju forsetahjón Is-
lands, sem bæði eru hin glæsilegustu, munu sameiginlega
setja liinn rétta svip menningar, alúðar og háttprýði á
íslenzka forsetabústaðinn að sögufrægum Bessastöðum.
Börn þeirra hjóna eru: 1. Þórhallur, skrifstofustjóri í
Viðskiptaráðuneytinu, kvæntur Lilly Knudsen, af norsk-
amerískum ættum; 2. Vala, gift Gunnari Thoroddsen,
alþingismanni og borgarstjóra í Reykjavík; 3. Björg, gift
Páli Ásgeiri Tryggvasyni, fulltrúa í Utanríkisráðuneytinu
og formanni Stúdentafélags Reykjavíkur.
Er Þórhallur skrifstofustjóri Islendingum vestur hér
að góðu kunnur síðan hann var starfsmaður í Sendiráðinu