Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 95
ALMANAK 95
á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fædd að Stafafelli í
Lóni í Suður-Múlasýslu 26. apríl 1866. Foreldrar: Bjarni
Bjarnason og Álflreiður Jónsdóttir. Kom vestur um haf 1903.
15. Gróa Skagfjörð, kona Jóns Skagfjörð á Gimli, á Johnson Me-
morial sjúkrahúsinu þar í bæ. Fædd á Engimýri i grennd við
Gimli 26. sept. 1887. Foreldrar: Vigfús Guðmundsson, Ámes-
ingur, og Kristín Jónsdóttir.
16. Sumarliði Kárdal bóndi, á heimili sínu að Hnausum, Man.,
rúmlega fimmtugur. Fæddur að Kárdalstungu í Vatnsdal, son-
ur hjónanna Jóns Konráðssonar og Guðfinnu Þorsteinsdóttur.
17. Jón Erlendsson, í Vancouver, B.C. Fæddur í ágúst 1874 á
Reykhólum við Breiðafjörð. Foreldrar: Erlendur Jónsson og
Helga Þórðardóttir. Flutti til Canada 26 ára gamall.
19. Jón Júlíus Swanson, að heimili sínu í Winnipeg, Man. Fædd-
ur að Álftartungu á Mýrum 1. júlí 1880. Foreldrar: Þorvaldur
Sveinsson og Guðrún Jakobsdóttir. Kom vestur um haf til
Winnipeg níu ára að aldri. Athafnamaður, er tók víðtækan
þátt í vestur-íslenzkum. mannfélagsmálum.
21. John Anderson, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg, Man., 90
ára að aldri. Ættaður frá Krithóli í Lýtingslireppi í Skaga-
firði og kom vestur um haf með foreldrum sínum, Árna Jóns-
syni og Elízabetu konu hans í “stóra hópnum” 1876. Stund-
aði búskap í grennd við St. Andrews, Manitoba, í meir en 40
ár og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum.
21. Victor Byron, bóndi i Swan River-byggð, Man., á sjúkrahúsi
í Winnipeg, Man., íslenzkur i báðar ættir, 45 ára að aldri.
21. Bergljót Þorláksdóttir Magnússon, kona Sigurðar Magnús-
sonar frá Litla-Mel í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, á heimili
sonar síns og tengdasonar í Winnipegosis, Man. Fædd 30.
júní 1867. Foreldrar: Þorlákur Pálsson og María Friðfinns-
dóttir á Galtastöðum í Gaulverjabæjarhrepp í Árnessýslu.
Fluttist vestur um haf með manni sínum til N. Dakota alda-
mótaárið, en tveim árum síðar til Winnipegosis.
22. Guðrún Salína Jónsdóttir Magnús, kona Sveins Magnús (frá
Áslaugarstöðum í Vopnafirði), í Minneapolis, Minn. Fædd á
Búastöðum í Vopnafirði 14. des. 1866. Foreldrar: Jón og Sig-
urveig Rafnsson; kom vestur um haf til Minneota, Minn., 1888.
23. Sigþrúður Goodman, ekkja Gunnars Goodman (d. 1949), á
heimili sínu í Winnipeg, Man. Fædd 18. júní 1872 í Njarðvík
við Borgarfjörð í Norður-Múlasýslu. Foreldrar: Sigurður Jóns-
son og Margrét Einarsdóttir. Kom vestur um haf með foreldr-
um sínum 1893 og hafði, að fáum árum undanteknum, verið
búsett í Winnipeg.
23. Stefán Ólafur Brandson, fyrrum búsettur á Lundar, Man., á
heimili sínu í Winnipeg, Man., 47 ára að aldri.
23. Halldór Friðleifsson húsasmiður, á heimili sínu í Vancouver,
B.C. Fæddur á Efra Sýrlæk í Villingaholtshreppi í Árnes-