Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 28
Á Innflytjendahúsi fyrir fimmtíu árum
Eftir séra Sigurð Ólafsson
Eg lifi upp á ný seinasta áfanga ferðarinnar frá Is-
landi til Winnipeg, þann 14. október 1902. Veðrið var
undur fagurt, sólskin allan daginn. Hin langa ferð frá
Islandi hafði um margt verið skemmtileg og liafði tekið
rétta 20 daga; við samferðafólkið vorum um 20 talsins;
vorum flest ung og ókvíðin—og áttum marga glaða stund
saman. Þorsteinn J. Davíðsson var leiðtogi ferðarinnar;
hafði hann áður dvalið í Canada og flestu vel kunnugur
og okkur hjálplegur. En nú var alvaran að byrja—það
dró nær takmarki ferðarinnar, og við vorum flest í al-
varlegum hugsunum, en fólk innan og um tvítugs aldurs
slær ekki alvöru eða kvíða utan á sig,—og það gerðurn
við ekki heldur.
Lestin hélt stöðugt áfram í vesturátt—lengra og lengra
frá Islandi. Fyrsti maðurinn úr hópnum að skilja við ok-
kur var Einar Guttormsson, prúður maður og drengur
hinn bezti, (látinn í Selkirk, Man., fyrir nokkrum árum).
Hann skildi við okkur samferðafólkið í Keewatin, Ont.
Ilann átti einhverjum kunnugum að mæta þar. Hið sama
mátti og segja um flesta í hópnum, að þeir áttu einhvern
að; áttu von á að mæta einhverjum, er myndi greiða fyrir
þeim, er til Winnipeg kæmi. 1 því efni var eg hreinasta
undantekning, átti engan að—og enga von um neina, er
myndu greiða götu mína.
Við komum til Winnipeg-borgar um kl.5 síðdegis.