Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 28

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 28
Á Innflytjendahúsi fyrir fimmtíu árum Eftir séra Sigurð Ólafsson Eg lifi upp á ný seinasta áfanga ferðarinnar frá Is- landi til Winnipeg, þann 14. október 1902. Veðrið var undur fagurt, sólskin allan daginn. Hin langa ferð frá Islandi hafði um margt verið skemmtileg og liafði tekið rétta 20 daga; við samferðafólkið vorum um 20 talsins; vorum flest ung og ókvíðin—og áttum marga glaða stund saman. Þorsteinn J. Davíðsson var leiðtogi ferðarinnar; hafði hann áður dvalið í Canada og flestu vel kunnugur og okkur hjálplegur. En nú var alvaran að byrja—það dró nær takmarki ferðarinnar, og við vorum flest í al- varlegum hugsunum, en fólk innan og um tvítugs aldurs slær ekki alvöru eða kvíða utan á sig,—og það gerðurn við ekki heldur. Lestin hélt stöðugt áfram í vesturátt—lengra og lengra frá Islandi. Fyrsti maðurinn úr hópnum að skilja við ok- kur var Einar Guttormsson, prúður maður og drengur hinn bezti, (látinn í Selkirk, Man., fyrir nokkrum árum). Hann skildi við okkur samferðafólkið í Keewatin, Ont. Ilann átti einhverjum kunnugum að mæta þar. Hið sama mátti og segja um flesta í hópnum, að þeir áttu einhvern að; áttu von á að mæta einhverjum, er myndi greiða fyrir þeim, er til Winnipeg kæmi. 1 því efni var eg hreinasta undantekning, átti engan að—og enga von um neina, er myndu greiða götu mína. Við komum til Winnipeg-borgar um kl.5 síðdegis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.