Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 96
96 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
sýslu 20. apríl 1870. Foreldrar: Friðleifur Jónsson og Þorbjörg
Snæbjamardóttir. Kom til Canada aldamótárið og hafði verið
búsettur á Kyrrahafsströndinni í nærri 40 ár. Ritaði margt um
andleg mál.
26. Einar Guðmundur Tómasson, á heimili sínu að Beaver, Man.
Fæddur 13. okt. 1867 í Auðsholti í Biskupstungum í Árnes-
sýslu. Foreldrar: Tómas hreppstjóri Guðbrandsson og Guðrún
Einarsdóttir. Kom til Ameriku aldamótaárið og bjó um 37
ára skeið að Westbourne, Man.
27. Carl Baldwin, á Deer Lodge sjúkrahúsinu í Winnipeg, Man.
Fæddur að Baldur, Man., 9. ágúst 1896. Foreldrar: Baldvin
Benediktsson, ættaður úr Þingeyjarsýslu, og Oddný Antoníus-
dóttir, er bjuggu um skeið i Hjarðarhaga í Jökuldal, en voru
með fyrstu frumbyggjum í Argyle-byggð.
29. Franklin Wilson, bóndi frá Víðir, Man., á sjúkrahúsi í St. Boni-
face, Man. Fæddur í Winnipeg 14. maí 1905. Foreldrar: Al-
bert Wilson (sonur Sigurðar Erlendssonar Wilson, ættaður úr
Húnavatnssýslu) og Jóhanna Goodman Wilson.
30. Benedikt Rafnkelsson, að heimili sínu í Winnipeg, Man., 89
ára að aldri. Ættaður frá Eskifelli (Valskógsnesi) í Lóni í Aust-
ur-Skaptafellssýslu. Lengi búsettur í grennd við Lundar, Man.
30. Ingveldur Jónsson, ekkja Guðmundar Jónssonar frá Skarf-
hól í Miðfirði (d. 1947), á heimili dóttur sinnar í Winnipeg,
Man., 85 ára að aldri. Ættuð úr Neshreppi ytra í Snæfellsnes-
sýslu, en uppalin í Miðfirðinum. Kom vestur um haf með
manni sínum aldamótaárið.
MAl 1952
1. Sveinn Friðbjörnsson bóndi, að heimili sínu við Amaranth,.
Man., ættaður frá Syðra Bóli i Glæsibæjarsókn í Eyjafirði.
3. Kristján Indriðason, á heimili sínu að Mountain, N. Dak.,
hniginn að aldri. Foreldrar: Indriði Sigurðsson frá Illugastöð-
um í Ljósavainsskarði og Sigurbjörg Kristjánsdóttir, eyfirzkr-
ar ættar. Áhugamaður um félagsmál.
4. Magnús Sigurðsson, í Keewatin, Ont. Fæddur að Knarranesi
á Vatnsleysuströnd 5. ágúst 1883. Foreldrar: Sigurður Sigurðs-
son og Margrét Magnúsdóttir. Fluttist til Canada 1904 og
settist þá þegar að í Keewatin.
6. Jóhanna Guðrún Halldórsson, á sjúkrahúsi í Winnipeg, Man.
Fædd við Pine Creek, Minn., 13. nóv. 1899, en fluttist með
foreldrum sínum, Hjálmari Kristjánssyni Hvanndal og Maríu
Kristjánsdóttur, til Piney-byggðar aldamótaárið.
13. Guðmundur Ásmundsson, á sjúkrahúsi í Eston, Sask., hnig-
inn að aldri. Fluttist til Canada með foreldrum sínum 1888,
og hafði verið búsettur í Plato-byggðinni í Saskatchewan í
yfir 40 ár samfleytt.
14. Svanberg Sigfússon óðalsbóndi, að heimili sínu Blómsturvöll-