Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 41
ALMANAK 41
kortur í Argyle, er rak þá félaga vestur á bóginn, en þeir
liöfðu frétt um land þar og dalinn, og að landar þeirra
voru áður komnir þangað.
Guðjón Jónsson Vopni, svo hét hann fullu nafni, vaf
fæddur að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði; var í sjö ár
bóndi, á vegum mágs síns Sveins Magnússonar, á Hákon-
arstöðum í Jökuldal, en ættaður úr Mývatnssyeit i móður
ætt.
Guðjón fluttist með fjölskyldu sinni til Saskatchewan
aldamótaáfið og nam land í Geraldbyggð sex mílur norð-
ur af Tantallonbæ og átti heima þar í byggð þangað til
1918, er hann flutti til Kandahar, og þar dó hann 1931.
Hans og konu hans, Guðríðar Sigurðardóttur, er getið í
Landnámsþáttum frá Kandahar eftir Jón Jónsson frá Mýri
hér í Almanakinu.
Börn þeirra Guðjóns og Guðríðar eru; Sveinn, Sigurð-
ur, Jón (tveggja hinna síðarnefndu getið í Kandahar- land-
námsþáttum), Þórunn Björg, til heimilis í Baldur, Mani-
toba, og Málfríður Josephina í Saskatoon.
Sveinn Vopni var fæddur á Refsstað í Vopnafhði 6.
febrúar 1881, og fluttist, eins og að ofan getur, vestur um
haf til Argyle með foreldrum sínum árið 1889 og síðan
til Geraldbyggðar aldamótaárið, tók þar heimilisréttar-
land, en seldi það seinna og keypti aðra landareign nær
Tantallonbæ og bjó þar myndarbú um fjörutíu ára skeið,
þangað til fyrir fáum árum síðan, er hann seldi land sitt
og flutti í Tantallonbæ og átti þar heima til dauðadags.
Sveinn, er lést 11. marz 1952, var kvæntur Andreu Petreu
Jónsdóttur Geirfinnssonar Gunnarssonar (bróður Ti'yggva
Gunnarssonar) og fyrri konu Jóns Andreu Kristjánsdóttur
Lund frá Raufarhöfn. (Um Jón og fjölskyldu hans, sjá
Landnámsþætti frá Árborg eftir Magnús á Storð hér í
Almanakinu).
Börn þeirra Sveins og Andreu eru: 1. Guðríðui' Petrea
(Mrs. George Besahara), Gerald, er eiga þessi börn: Rob-