Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 87
M A N N A L A T
OKTÓBER 1949
•30. Landnámsmaðurinn Aðalsteinn Johnson, að heimili sínu í
Lonel>’ Lake, Man. Fæddur á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu
21. april 1889. Foreldrar: Jakoh Jónsson og Guðrún Egilsdót-
tir. Fluttist \’estur um haf 1893 með móðurbróður sínum Ólafi
Egilssyni og fvrri konu hans Guðrúnu Gísladóttur.
JANÚAR 1950
30. Séra Pétur Hjálmsson, i Innisfail, Alberta. Fæddur 15. maí
1863 í Norðtungu i Þverárhlíð i Mýrasýslu. Foreldrar: Hjálmur
Pétursson Jónssonar og Ilelga Árnadóttir Einarssonar. Kom til
Canada 1899. Prestur islenzka safnaðarins að Markerville
1903-1908, stundaði síðan búskap þar og vann jafnframt
prestsverk. (Sjá um Iiann landnámsþætti Islendinga í Alberta,
Alm. Ó.S.Th. 1914.)
APRlL 1950
21. Felix Sigmundsson, bóndi að Grund i Geysisbyggð í Nýja-
Islandi. Fæddur 14. jan. 1882. Foreldrar: Sigmundur Gunn-
arsson Gíslasonar fræðimanns og bónda að Syðra-Álandi í
Þistilfirði og Jónína Guðrún Jónsdóttir. Kom með þeim til
Vesturheims 1891 og settust þau tveim árum siðar að á Grund
og hjuggu þar jafnau síðan.
JANÚAR 1951
1. Guðjón Goodman. að heimili sínu í Vancouver, B.C. Fæddur
í Grafton, N. Dak., 28. des. 1886. Foreldrar: Aðaljón Guð-
mundsson (Goodman) frá Sköruvik á Langanesi og Ólöf Jóns-
dóttir Sigurðssonar frá Gunnólfsx ík á Langanesströndum. Um
langt skeið húsettur i Winnipegosis, Man.
JÚNl 1951
6. Einar Magnús Eiríksson, á sjúkrahúsi i Bellingham, Wash.
Fæddur að Steinholti í Reykjavík 4. febr. 1869. Foreldrar:
Magnús Einarsson og Sigríður Guðmundsdóttir, er fluttu vest-
ur um haf 1886, en Einar aldamótaárið. Framan af árum í
Blafne, Wash., en siðan 1916 í Bellingham. Skipstjóri að
menntun, útskrifaður úr Stýrimannaskólanum i R’vik 1S96.
JÚLl 1951
5. Landnámskonan María Sveinsdóttir Benson, i Bellingham,