Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 68
68 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
því starfi vár nú lokið fyrir miðjan apríl. Þá kom páska-
fríið; eg fór til Winnipeg með handritið að sögunni, og
sat um leið á kennarafundi. Svo byrjaði skólinn á ný, og
eg varð að búa börn undir entrance (inngangs) prófið—
oft eftir skóla—einkum út allan júnímánuð. í stuttu máli:
eg hefi enga stund fengið í vor til að skrifa bréf; eða hafi
eg fengið tómstund, þá hefi eg ekki verið fyrir það kall-
aður að skrifa—eg hefi þá oftast verið úrvinda af andlegri
þreytu. Eg hefi bezt getað hvílt mig við að vinna í kart-
öflugarðinum mínum. Nú eru hér á skrifborðinu mínu
milli tuttugu og þrjátíu bréf, sem eg á eftir ósvarað. En
nú hefi eg loksins tíma til að skrifa—eða eg vona það—
allt fram að heyskap. Revndar er skólafríið hér aðeins
sex vikur á sumrin.
Ekkert markvert hefi eg að skrifa þér. Eg hefi verið
í allan vetur eins og fyrir utan mannheima. Eg hefi ekkert
lesið—ekki einu sinni blöðin—að nokkru gagni. “Skírni”
og “Eimreiðina” hefi eg naumast getað horft í. — Það er
aðeins ein bók, sem eg hefi komist í gegnum í allan
vetur, og það er “Letters from High Latitudes” eftir
Lord Dufferin.
Já, eg vil þakka þér á itý fyrir þín góðu og skemmti-
legu bréf, þau í vetur og vor. Þau voru—einkum hið síð-
ara—sérlega skemmtileg og vel rituð.
Eg hefi líkt álit, og þú, á ljóðum E. A. Poes. Og hjá
engu skáldi þykir mér enskan eins falleg og hjá honum.
Eg liefi líka lesið sögur hans. Þær eru einkennilegar. en
fremur dimmar — það er einhver þunglyndisblær vfir
þeim, og það er eins og innri maður manns hálf-lamist
við að lesa þær, eða þannig virðist mér. Enda var maður-
inn mjög þunglyndur. En hann er eitthvert kraftmesta
skáldið, sem Bandaríkin hafa átt.
Nú er sjálstæði Islands aðalmálefni það. sem íslend-
ingar lieima og hér hugsa mest um og tala oftast um. Það
er á hvers manns vörum. Hvað mun nú þjóðin heima taka