Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 40
40
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sigurður hefir tekið mikinn þátt í byggðarmáliun,
meðal annars átt sæti í skólaráði árum saman í Tantallon,
og eiiínig látið sig mikið varða samvinnumál og átt sæti í
mörgum nefndum varðandi þau mál. En Pálína hefir getið
sér mikið orð sem spunakona. Einkar vinsamleg grein um
þau hjón birtist í stórblaðinu Family Herald and Weekly
Star í Toronto í október 1943.
Halldór Magnússon er, sem Sigurður bróðir hans,
fæddur í Pembina (1892), fluttist einnig til Tantallon
aldamótaárið með foreklrum sínum og bjó þar til dauða-
dags 1929. Kona hans er Þorbjörg Jóhannesdóttir Gott-
fred, systir Pálínu konu Sigurðar bróður Halldórs; var
Þorbjörg fædd í Pipestone-byggðinni 1893, en dó í Tan-
tallon 1918 frá kornungum sonum þeirra hjóna, sem eru
1. Eyjólfur Frímann Magnússon, sveitarráðsmaður í Tan-
tallön, kvæntur hérlendri konu, og eru börn þeirra: Car-
lyle Dóri, Allan David og Florence Annette; 2. Vilmar
Jóhann, einnig í Tantallon og kvæntur hérlendri konu,
og eru þessi börn þeirra: Wayne Halldór, Sbaron Dawn,
og Marjorie Kay.
Þeir bræður Eyjólfur Frímann og Vilmar Jóhann ól-
ust frá því á æskuárum upp bjá þeim Sigurði og Pálínu,
föðurbróður og móðursystur sinni. Býr Eyjólfur Frímann
á landnámsjörð afa síns (Jóhannesar Magnússonar), en
Páll Magnússon á landnámsjörð Sigurðar föður síns.
II.
GERALD (Vallarbyggð)
Guðjón Vopni og Kristján Pálsson, og fjölskyldur
þeirra, voru fyrstu Islendingar, sem námu land í Gerald
(Vallarbyggð) í Saskatchewan; hafði Guðjón, er kom
vestur um haf úr Vopnafirði árið 1889, verið fvrstu 11 ár
sín vestra i Argylebvggðinni í Manitoba. Var það lands-