Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 27

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 27
ALMANAK 27 íslenzka í Washington og af heimsókn sinni og ræðuhöld- um meðal landa sinna hérlendis. Ásgeir Ásgeirsson forseti er prýðilega ritfær maður, enda liggur margt eftir hann á prenti, og ræðumaður ágætur. Má í því sambandi minna á hina snjöllu og ítur- hugsuðu hátíðarræðu, er hann flutti á Alþingishátíðinni, og vakti að verðugu mikla hrifningu. Með sama handbragði fagurs málfars, hugsun hlaðið og þrungið alvöru, var fyrsta forsetaávarp hans til ís- lenzku þjóðarinnar, sem einnig á erindi til vor bama hennar vestan hafsins, en þessi voru niðurlagsorðin: “Hinna stærstu verðmæta getum vér notið í samein- ingu, þau eru einföld, hljóðlát og göfgandi. Þjóðemið er okkar einkunn, svipur landsins, samhengi sögunnar og samhugur vor allra, sem nú erum uppi. Öll landsins börn eiga jafnan rétt til menningararfsins mikla, eftir því sem þeim er áskapað að njóta hans og ávaxta. Rótlaus lýður verður ekki langlífur í neinu landi. Ef vér finnum sam- hengi liðinna kynslóða og eining allra þeirra, sem nú byggja landið, í sál okkar á hátíðlegum stundum, þá höf- um vér í spenntum greipum það krossmark, sem fjand- samleg öfl flýja fyrir. Ef ég á mér ósk á þessari stundu, sem ég vona, þá er hún sú, að mér auðnist að taka starf- andi þátt í lífi þjóðarinnar, njóta í yðar hóp hátta lands- ins, sögu, bókmennta og daglegra starfa á þann veg, að öryggi og menning fslands fari vaxandi. Vér trúum á landið, treystum á þjóðina og felum oss forsjá Guðs. Hann blessi oss og varðveiti á viðsjálum tímum.” Undir þau spaklegu orð hins nýja forseta íslenzka lvðveldisins tökum vér heilum huga, um leið og vér biðj- um honum og frú hans ríkulegrar blessunar í virðulegu og mikilvægu starfi þeirra í þágu lands og þjóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.