Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 47
ALMANAK
47
Árið 1887 fluttist Björn með móður sinni til Vesturheims.
og 31. desember 1898 kvæntist hann Ingibjörgu Magnús-
dóttur, fædd á Hóli í Hörðudal. Foreldrar hennar voru
Þorsteinn Jónsson og Ragnhildui- Jónsdóttir, var hún frá
Þorólfsstöðum í Dalasýslu. Þau fluttu til Canada með
þrjú börn sín 1876 og settust að á Gimli og voru þar
fyrstu árin. Jón faðir Þorsteins var Jónsson, hreppstjóri í
Illíð í Hörðudal, fæddur á Gautastöðum 20. septembei-
1798 og dó í Hlíð 31. maí 1866.
Faðir Ragnhildar var Jón Andrésson, bóndi og þjóð-
hagasmiður, fæddur á Þórólfsstöðum 16. nóvember 1790,
en dáinn í Öxl í Snæfellsnessýslu 25. maí 1866. Móðir
Ragnhildar var Guðbjörg Magnúsdóttir Einarssonar
prests á Kvennabrekku um 1819. Einar faðir hans var
Magnússon, er sýslumaður var í Strandasýslu, fæddur
1703, dáinn 1779. Þorsteinn faðir Ingibjargar konu Bjöms
tók ættarnafnið Hördal eftir að hann kom hér vestuí.
Sagt er, að móðurætt Ingibjargar sé allvel rakin í Sýslu-
mannaæfum, en þau rit hefi eg ekki haft með höndum.
Björn dregur ekki dul á það, að hjónaband þeirra hafi
verið farsælt, og verður það fljótt augljóst við náin kvnni.
Fjögur börn eignuðust þau, tvær stúlkur og tvo drengí;
á lífi eru tvö, M. G. Magnus, kvæntur Anne Cobb, eiga
fjögur börn, og Ragnhildur Ingibjörg Margrét, ógift.2)
Er maður les svrpu Björns Magnússonar, finnur mað-
ur ýmislegt athyglisvert þar úr ævintýralífi hans, en tími
og rúm levfir manni ekki að birta mikið af því; ineðal
annars eru eftirfylgjandi setningan—
“Eg lærði að lesa ensku eftir að eg kvæntist Ingibjörgu.
Eftir þetta varð eg skógarmaður, fiskáði á vetrum og
sumrum, en hafði aldrei neitt upp úr t iskiríi, hætti því við
2) Börnin hafa tekið ættarnafnið Magnús. Börn M. A. Magnús og
Anne Cobb eru fjögur: Margaret Elizabeth, Björn Brian, Keitb
Markabee og Dianne Ingibjörg.