Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 90
90 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
6. Kristjana Elisabet Gíslason, ekkja Erlendar Gíslasonar, i Van-
cóuver, B.G., unr 85 ára að aldri. Svstir Mrs. J. B. Skaptason
i Winnipeg.
0. Landnámsniaðurinn Hinrik Eiríksson, að heimili sínu i Seattle,
Wash. Fæddur 18. febr. 1862 að Svignaskarði í Borgarhreppi
í Mýrasýslu. Foreldrar: Eirikur Ólafsson og Ragnhildur Þor-
steinsdóttir. Flulti til Vesturheims 1887, og var í 45 ár bú-
settur að Point Roberts, Wasli.
6. Sigriður L. Brandson, að Lundar, Man., 80 ára að aldri.
11. Sigríður Miller, að heimili sínu í Winnipeg, Man., 88 ára að
aldri. Ættuð frá Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, dóttir
þeirra hjóna jóns Jónssonar og Þorbjargar Árnádóttur. Kom
vestur um haf til Bandaríkjarina 1884, en fluttist snennna á
árum til Winnipeg. Systir þeirra bræðra Jóns J. Samson og
Samúels J. Samson, fyrrtnn lögregluþjóna í Winniþeg.
11. Jónína Vopnfjörd Wriglit, að heimili sinu í Winnipeg, Man.
Fædd 9. júni 1889 í Marshall, Minn., dóttir landnámshjón-
anna Kristjáns og Elísabetar (Jónsson) Vopnfjörð.
11. Bertha Johnson (Sigurbjörg Metúsalemsdóttir Johnson), í Sac
City, Iowa. Fædd 17. febr. 1881 i Royal í Lincoln County,
Minn. Lengi búsett í Minneota, Minn.
12. Jakob E. Westford, i Bellingham, Wash. Fæddur að Haga á
Barðaströnd 16. april 1873, en fluttist vestur um haf til N.
Dakota með foreldrum sinum 1884; nam um tvítugsaldur land
í Mouse River-byggðinni í N. Dakota og tók mikinn þátt i
opinberum málum, sveitarráðsmaður í mörg ár og átti sæti á
rikisþingi Norður Dak. (sem State Senator) 1926-30. (UM ætt
hans, sjá landnámsþætti Mouse River-byggðar, Alm., 1913.)
14. Vigdís Kristjánsdóttir Thorvaldson, í San Diego, Calif. Fædd
að Barmi í Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu 17. marz 1867.
Kom vestur um haf 1893, var framan af árum i N. Dakota og
Winnipeg, en frá því um aldamót búsett á Kvrrahafströndinni.
18. Magnús G. Johnson bóndi, i Brown, Man., 55 ára gamal;
bafði átt heima í Brown-byggðinni síðan um aldamótin.
18. Jakobína Daníelson, á Almenna sjúkrahúsinu í Vancouver,
B.C., 55 ára að aldri.
20. Young Edison Inge, að heimili sínu í grennd við Foam Lake,
Sask. Fæddur þar i byggð 5. júní 1900. Foreldrar: Landnáms-
hjónin Ingimundur Eiríksson Inge, frá Hraunshaga i Árnes-
sýslu (d. 1936), og Steinunn Jónsdóttir (Norman) bónda að
Syðstu-Grund í Blönduhlíð í Skagafirði, enn á lífi.
20. Helga Iloughton, ekkja Edward Houghton, að heimili dóttur
sinnar í Selkirk, Man., 80 ára að aldri. Kom frá Islandi fyrir
69 árum, og liafði verið búsett í Selkirk í 35 ár.
23. Hjörtur Leví Július, í Phoenix, Arizona, 65 ára að aldri. Bú-
settur á Point Roberts, Wash., í 35 ár. Fæddur t Glenboro,