Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 36

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 36
Landnámsþættir Islendinga í Spy Hill, Gerald og Tantallonbyggðum í Saskatchewan Richard Beck færði í letur. I. SPY HILL Ólafur (Oliver) Olson. Foreldrar hans voru Einar Ólafsson og Guðbjörg Ólafsdóttir, bæði úr Leirársveit, en áttu seinast heima í Garðahverfi. Var Ólafur fæddur í Garðakoti í Leirársveit (rétt við Leirá) 1877, en kom 10 ára að aldri vestur um haf með foreldrum sínum 1887, og fóru þau til Langenburg, en þar var þá endirinn á járn- brautinni, en þaðan lá leið þeirra til Þingvallabyggðar, til Ólafs Guðmundssonar og Sigþrúðar konu hans, sem var skyld Guðbjörgu Ólafsdóttur. Tveim árum seinna gerðist Einar landnámsmaður í Russell, Man., en árið 1903 flutt- ist fjölskyldan til Spy Hill, var Einar þá lálinn, því að hann dó aldamótaárið, en Guðbjörg ekki fyrr en 1930. Þeir Ólafur og Einar bróðir hans námu báðir land í Spy Hill og áttu þar síðan heima. Ólafur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var María Austmann, d. 1920, dóttir Ólafs Austmanns landnámsmanns. Börn þeirra Ólafs og Maríu eru: 1. Árni, í Powell River, B.C., ókvæntur; 2. Ólöf, vinnur í lyfjabúð í Winnipeg, ógift; 3. Harold, heima; 4. Emilv (Mrs. W. Bennett), Marshville, Sask., eiga eina dóttur. Seinni kona Ólafs Olson heitir Susan Hay, af skozkum ættum; börn þeirra eru: 1. Thelma, útskrifuð af Toronto
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.