Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 4

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 4
4 an hans sjálfs, sem hann var að lesa? Hafði þá vindurinn sveiflað honum til og frá eins og snjó- flugunum, sem eltu hver aðra úti fyrir glugganum ? Og ætli hann hafi líka verið troðinn undir fótunum, eins og þessar smáu, hvítu stjörnur, sem troðnar voru þúsundum saman undir fótum þeirra, sem um götuna gengu? Eða hafði hann iika verið harður og kaldur, eins og þessar snjóflugur, sem stirðnað höfðu í næturfrostinu ? Hafði hann nokkurn tíma verið eins hvítur og hreinn, eins og þær? Eða var hann í þessu augnablikinu likastur þeim snjóflug- unum, sem troðist höfðu niður í forina úti fyrir. Það var ekki hægt að lesa út úr svip þessa manns nokkurt svar við þessum spurningum, því andlitsdrættir hans voru svo fastir, kaldir og harðir, eins og steinarnir, sem húsið hans var bygt úr. En svo mikið mátti sjá af þeim, að maðurinn var ekki hamingjusamur. Og af hverju var hann það ekki ? í herberginu, sem hann stóð í, var þó öllu smekklega fyrirkomið og mikið í borið af ýmsu skrauti og þægindum. Þar voru mjúkir legubekkir til að hvíla sig á; þar var bókaskápur fullur af ýmsum bókum, misjafnlega dýrmætum; þar voru alskonar listaverk, sem voru aðlaðandi fyrir gest- ina. Á borðinu stóðu hinir dýrustu réttir, og ijúf- feng vin blikuðu eins og perlur í glösunum. Þar stóðu stórir speglar inni, sem náðu upp undir loft og endurspegluðu og margfölduðu alt skrautið, en

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.