Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 7

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 7
vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum". „Svo sem vér og fyrirgefum", tók móðir hans upp eftir honum, „ef þú fyrirgefur ekki af öllu hjarta þínu, þá geturðu ekki framar beðið Faðir vor“. „Hvað er það nú eiginlega að fyrirgefa?" spurði hann eftir stundarþögn. „Að fyrirgefa er það, að stryka allt út, hugsa svo og breyta, eins og engin skuld hafi átt sér stað“, svaraði móðir hans, „því eg óska, að guð fari eins með mínar skuldir". Jón þagði og móðir hans klappaði hægt á kinnina á honum. „Nonni minn, elsku drengurinn minn, láttu ©nga beiska rót vaxa upp í hjartanu þínu. Littu á þistilinn. sem st.endur hérna úti fyrir; hann var fyrst ofboð lítill, en hann breiddist fljótt út og nú kæfir hann hvert blóm, sem sprettur nálægt hon- um. Á sama hátt vex upp langræknin og gremj- an og kæfir allt gott, sem í þér er, og alla gleði i kringum þig“.----- Svo fórust henni orð. — — — Hafði nú þessi forspá móðurinnar læst sig inn í huga hans, ætli sonur hennar hafi nú verið að hugsa um þessi orð? — Hann stóð altaf út við gluggann og starði á sojóflugurnar, sem voru að þyrlast fram og aftur úti fyrir glugganum. Þegar hann var 16 ára gamall, þá dó móðir

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.