Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 12

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 12
12 inum, hafa orðið honum nærgöngulli, ríka kaup- manninum. Yoru það nú þessar myndir frá iiðna tímanum, sem svifu fyrir hugskotssjónum Jóns kaupmanns að aftni gamlársdagsins ? Leit hann nú til baka yfir æskunnar gullintíð ? Birtist honum nú móðir hans með skæru augunum sínum, sá hann nú Maríu systur sína með rósir í kinnum, mintist hann nú þess, hve heitt þær elskuðu Nonna sinn — þrátt fyrir alt? Hversu langt var nú ekki um liðið frá því, er hann hafði verið ávarpaður með „Nonni bróðir" eða „þú“. Hve nær hafði trygglyndur ást- vinur faðmað hann síðast eða kyst hann heitum kossi? Loks varð honum reikað frá glugganum. Það var orðið dimt úti, en inni í herberginu var alt uppijómað. Hann hringir þá í ákafa, og inn kemur vikapiltur hans. „Hvers vegna hefirðu kveikt á öllum lömpun- um?“ spurði hann byrstur. „Vegna þess að — vegna þess að“ — sagði pilturinn og stamaði. „Slöktu á þeim undir eins“, skipaði húsbónd- inn, heldur þungur á brúnina. Þjónninn hlýðir þvi. „Hvað ætlar hann að gera við alt þetta skraut, fyrst hann vill ekki líta á það?“ tautaði þjónninn með sjálfum sér. „Hann endar gamla árið jafn fullur úlfúðar og þverúðar og

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.