Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 16

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 16
16 Svo var barið aftur og aftur. Þvottakonan kora, búðarmennirnir, skóarinn og málkunningjar, og allir áttu þeir sama erindið. Nú þótti honum nóg komið. Hann andvarpar til að iétta sér fyrir brjósti. Var það ekki eins og þeir væru að gera gys að honum; allir óskuðu hon- um gleðilegs nýárs og þá gat hann ekki séð, að það myndi færa sér nokkra gleði? En — erindiðer heldur ekki annað en að koma sér í mjúkínn hjá honum og að fá „nýárs-glaðningu". Enn er barið að dyrum. Skraddarinn gat ekki á sér setið að óska honum gleðilegs nýárs, en fær honum um leið dálítinn reikning. Hann var varla búinn að afgreiða skraddarann þegar barið var af nýju. Það var rakarinn, kom- inn að óska herra kaupmanninum gleðilegs nýárs, og þó hafði hann nú látið skeggið vaxa árið út, og var alveg hættur að láta raka sig. Þegar þeir voru nú loks farnir báðir, þá var þolinmæði kaupmanns á förum. Þá er enn barið að dyrum. Maðurinn, sem hreinsaði göturnar, var líka kominn til að óska til lukku. Það þótti nú heldur ómerkilegur karl. Kaupmaður rak hann á dyr í stað þess að gefa honum drykkjupeninga, — og kallaði upp um leið: „Nei, nú er mér sann- arlega nóg boðið, þegar betlararnir koma líka og óska mér gleðilegs nýárs!“ Enn er barið, en ósköp hægt, nærri því einS og sá komi sér ekki að því, sem úti er; á þrep-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.