Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 17

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 17
17 skildinum stendur þá sjö ára gömul stúlka, mjög íátæklega búin með bréf í hendinni. „Hvert er erindi þitt hingað?“ hrópaði kaup- tnaður byrstur. „Þú færir mér betlibróf, það má eg eiga víst, en í minu húsi mega engar sníkjur eiga sér stað; ég gef aldrei neinum neitt. Farðu leiðar þinnar á augabragði". Það var eins og litla stúlkan skildi ekki, hvað hann sagði, því hún stóð grafkyr. „Heyrirðu ekki?“ hrópaði hann aftur í bræði, „farðu og taktu bréfið þitt með þér, flökkukindin þín“. — Nú skildi litla stúlkan ioks, hvað hann átti við. Hún leit stórum augum á þennan reiðulega nkismann og gekk steinþegjandi burtu. En hvað gekk að kaupmanninum harðlynda? Hann bregður höndum fyrir andlit sér. Ætli hon- nm hafi orðið snögglega ilt ? Nei, hann tautar bara ,i sífellu: „Þessi augu, þessi augu“. Innan stundar kemst hann aftur í ró, en nú vill hann ekki taka á móti nokkrum manni framar, heldur segir hann piltinum að menn hafi verið svo skammarlega slórsamir í dag, að hann hafi orðið úauðþreyttur á þeim; gengur hann svo leiðar sinnar til þess að komast hjá að hitta nokkurn framar. Honum hægðist um, þegar hann var kominn sPölkorn að heiman, þar sem umferðin var minni. í'angað komu engir til að óróa hann. Gamlárs- hagurinn og nýársdagurinn eru honum óþægilegir 2

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.