Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 18

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Qupperneq 18
18 dagar, ekki af því einu, að þeir minna hann á, að svona og svona var það fyrir 1, 10 eða 20 árurn síðan, heldur og af því, að þeir eins og víkja þeirri .spurningu að honum: „Iívernig skyldi það líta út eftir 1, 10 eða 20 ár?“ — Hann þorir hvorki að hugsa um liðinn né ókominn tíma. Síðdegismessan byrjar þó ekki svona snemma? furfa þeir að vera að hringja löngu á undan? Aldrei er hægt að komast hjá að heyra þennan hljóm, sem mörgum er svo ógeðfeldur. Ha.nn er kominn suður á Laufásveg, en þá er farið að hringja i fríkirkjunni. Nú var honum nóg boðið. Móðir hans hafði sagt honum einu sinni, að kirkjuklukk- urnar ættu að vekja samvizkur manna, en sumum þætti svo vænt um svefninn, að þeir forðuðust a,ð heyra klukknahljóm. — Var hann þá sofandi ? Þessar hringingar þóttu honum leiðinlegar, það var víst. Nú er farið að hringja í báðum kirkjunum. — Þetta er alveg óþolandi. — Hann hraðar sér h-eim. Klukkan 6 var hann boðinn til miðdegisverðar út í bæ; en klukkan var varla orðin 5. Hann sett- ist við skrifborðið sitt og tók til starfa. Hann var ergilegur yfir skraddarareikningnum, sem hann fékk um daginn, ætli hann hafl átt fleiri reikninga ó- borgaða? Hann vildi ekki skulda neinum neitt. Hann vildi ekki að nokkur maður gæti komið og sagt: „Jón kaupmaður skuldar mér peninga", og það var heldur enginn í víðri veröld, sem gat sagt það.

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.