Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 19

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 19
19 En svo íór hann að hugsa um litlu stúlkuna, sem kom til hans áðan, og óskaði þess nú af heilum hug, að hann hefði gefið henni nokkra skildinga. Þegar hún var að virða hann fyrir sér, þá fanst honum í svipinn, eins og það væru skæru augun hennar móður hans, sem hún rendi til hans. En svo vildi hann rýma öllum þessum heimsku- legu hugsunum úr huga sér! Hann fór að blaða í gömlum bréfum og reikn- ingum. Þá kom hann auga á áskorun um að styðja heimili handa munaðarlausum börnum, sem honum hafði verið send; en rétt í því er hann ætlaði að fleygja henni, þá kom hann auga á litla mynd á aftasta blaðinu; hún var af fátæku barni; fýrir neðan myndina stóðu þessi orð: Hefirðu gefið gaum að því, hver grætur þessum heimi í? Sástu aldrei blásnauð börn, sem brestur alla föðurvörn? Þau veina, svelta; vantar alt, sem vermir þau, þeim er svo kalt. Þau börn eru líkust blómi því, sem berum sandi’ er ræktað í, en vantar sælan sólaryl að seilst það geti himins til; og blási kaldur blær það á það bliknar skjótt og hnígur þá. 2*

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.