Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 22

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 22
leg séð, að á dyraþrepinu sat lílill stelpuhnokki sofandi. Hann laut niður, hrærður í huga, og lyfti upp höfðinu á henni; hún opnaði þá undir eíns augun og leit á hann-. í’að var sem hann grunaði. — Það var sama litla stúlkan, sem kom til hans um morguninn, og sama bréfið lá nú í kjöltu hennar. En þá kom nokkuð fyrir, sem ekki er trúlegt. I stað þess að reka hana í burtu, þá tók nú þessi ríkiláti kaupmaður í höndina á henni og sagði svo blitt, að menn höfðu aldrei heyrt tii hans hlýlegri orð: „Komdu hingað inn“. Hann opnaði hliðið og tók barnið með sér inn í herbergið sitt. Vika- pilturinn kom nú inn i sömu svifum, afsakaði sig og sagði, að hann hefði hvað eftir annað vísað þessari litlu stúlku burtu og sagt henni, að hús- bóndi sinn væri ekki heima. „Það var gott“, svaraði Jón, en er pilturinn ætlaði að leiða hana út, þá sagði hann: „Sleptu henni og farðu leiðar þinnar". Jón og litla stúlkan voru nú ein saman. „Hvað heitir þú?“ spurði hann hóglega. En í stað þess að svara, rétti hún honum bréfið; hann braut það upp þegar. Hann varð náfölur í andliti, þegar hann las þessi orð: „Elsku bróðir! Eg er mjög veik. Vertu nú vænn og komdu til mín, áður en það verður um seinan. Fyrir guðs sakir komdu, og komdu Vegna hennar móður okkar. Maðurinn minn ei' dáinn, ég á 5 böm, og, ef ég dey, áður en ég f®

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.