Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 25

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Side 25
25 skápur, ekkert borð, enginn stóll! Á kistunni stóð rjúkandi lampi, sem bar daufa birtu um herbergið. Á gólflnu lágu nokkrar hálmdýnur; á þeim lágu 3 börn, ákaflega fátæklega til fara og sváíu; þau voru frá 3 til 8 ára gömul. í rúminu lá veik kona á heypoka og litið barn tveggja ára; var hún og barnið sveipað í gamalli ábreiðu. Lampinn á kistunni varpar daufum loga á enn þá einn hlut, — og sá hlutur stakk svo í stúf við alla eymdina þar inni, að hann var eius og hæðnisbros yflr Öilu saman. Þessi hlutur var hálfsaumaður ijósrauður dansbúningur. Sjúka konan, sem nú lá þarna í i'úminu, hafði setið dag eftir dag á rúmstokknum, og saumað og saumað, þangað til hóstinn svifti hana kröftum til að stýra nálinni, þangað til augun sáu ekki lengur og hendurnar gátu ekki lengur unnið. Húseigandinn hafði tekið öll húsgögnin, því að vesalings konan hafði ekki getað síðustu mán- uðina, þrátt fyrir alt, sem hún vann, staðið í skil- um með leiguna fyrir þessi vesælu húsakynni. Dansklæðnaðurinn faliegi átti að vera búinn dag- inn áður, en þá þrutu kraftarnir. Og einmitt sama úaginn, á nýársdaginn, hótaði húseigandinn að reka hana úr húsinu og þá var það, að hún skrifaði hróður sínum. Elzta dóttir hennar, Sigríður, vissi, hvar Jón átti heima og þegar hún hafði gengið til hans um daginn og verið vísað heim aftui-, þá sagði nióðir hennar: „Farðu þangað aftur og bíð þú hangað til hann er búinn að lesa bréfið“.

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.