Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 28

Heimilisvinurinn - 01.09.1906, Page 28
28 væri hún móðir hans risin upp úr gröfinni, er væri nú þarna á ferli í barns líki. Þegar móðir hennar var sofnuð og læknirinn fyrir löngu farinn, og bú- inn að segja, að þótt siúklingurinn væri máttvana, þá væri engin hætta búin í bráðina, þá lót hún að orðum frænda síns og lagðist fyrir í legubekk. Jón stóð hjá . henni. Hann þráði að fá að heyra, þótt ekki væri nema eitt einasta kærleiksorð og laut niður að henni og spurði undur hægt og hlýlega: „Sigga mín, veiztu hver ég er?“ Þá leit hún til hans skæru barnsaugunum sínum og virti hann fyrir sér með óumræðilegri blíðu; hún lagði hendurnar um hálsinn á stóra, sterkbygða einverumanninum, sem aldrei hafði fyr verið snortin barnahöndum; hún þrýsti heitum kossi á varir hans og með ástljúfum rómi hvíslaði hún að honum: „Mamma var altaf vön aðsegja: „ElskuNonni bróðir minn“ — Ert það þú?“ „Já, það vil eg með guðs hjálp vera“, svaraði hann, en Sigga litla skildi ekki í því, af hverju þessi sterki og stóri maður grét svo sárt eins og hann grét. IV. Dýrð sé guði í hæðum hátt, herrans prísum tign og mátt“. Eitt ár leið. Það var runninn upp annar gamlársdagur. Snjóflugurnar flögra svo þótt eins

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.